10. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

10. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams fjarfundur

Tími: 12. janúar 2022 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

UAR: Herdís Helga Schopka (HHS).

Formenn faghópa: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ), Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Jón Ásgeir Kalmansson (JÁK) og Páll Jensson (PJ) sátu fundinn kl. 14:30-15:00


Dagskrá:

  1. Inngangur

  1. Vefsíða rammans

  1. Faghópar

  1. Erindisbréf

  1. Orkukostir

  1. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Formaður opnar fundinn.
  2. HHS fór yfir málefni vefs rammaáætlunar
    1. Verið er að leggja lokahönd á uppfærslu á vefnum sem felur í sér m.a. nýja forsíðu. HHS falið að leggja lokahönd á þær breytingar sem hafa verið í vinnslu og fylgja þeim eftir gagnvart Hugsmiðjunni, núverandi umsjónar- og hýsingaraðila vefsins. 
    2. Framtíðarfyrirkomulag á hýsingu vefsins rætt og þörf á að endurskipuleggja efnið á vefnum, einnig þörf fyrir kortaviðmót á vefnum. HHS falið að hefja samtal við Umbru, rekstrarfélag Stjórnarráðsins, um væntanlegan flutning vefsins yfir í sama vefumsjónarkerfi og Stjórnarráðsvefirnir eru. 
  3. Formenn faghópa
    1. Faghópur 1: HHÆ fór yfir hvernig gengur að manna hin ýmsu fagsvið í faghópi 1. Mörg fagsvið hafa þegar verið mönnuð og viðræður eru í gangi við mögulega fulltrúa um þau sem út af standa. 
    2. Faghópur 2: ADS fjallaði um tillögur að fulltrúum í hópinn og leggur til níu fulltrúa, þar af hafa fjögur áður unnið í faghópnum. 
    3. Faghópur 3: JKÁ fjallaði um tillögur að fulltrúm í hópinn og gerir tillögu að 3 fulltrúm. 
    4. Faghópur 4: PJ fjallaði um tillögur að fulltrúum í hópinn og að hópurinn verði alls með fimm fulltrúum. 
    5. Aðferðafræði faghópa: Rætt mikilvægi þess að aðferðafræði faghópa liggi fyrir á fyrstu stigum vinnu hópanna á aðgengilegu formi sem hægt sé að kynna. Formenn beðnir um að vinna að því og setja fram þá aðferðafræði sem faghópur þeirra muni nota við mat á virkjunarkostum. Miðað við að þetta verði unnið á næstu vikum. Mikilvægt er að halda áfram að þróa aðferðafræði allra faghópa rammaáætlunar. 
  4. Erindisbréf: Verkefnisstjórn ræddi punkta sem hún hefur áhuga á að koma á framfæri við ráðuneytið sem viðbót við erindisbréfið. 
  5. Frestað til næsta fundar.
  6. Önnur mál: Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 16:00