11. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga
Fundarfrásögn
11. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Teams-fjarfundur
Tími: 2. febrúar 2022 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).
URN: Herdís Helga Schopka (HHS).
Dagskrá:
- Inngangur
- Starfshópur um gerð grænbókar í orkumálum
- Fjármál RÁ
- Virkjanakostir
- Önnur mál
Fundarfrásögn:
Fundur settur kl. 14:00.
- Inngangur: Formaður opnar fundinn
- Fundargerðir 8., 9. og 10. fundar samþykktar
- Frumvarp um aflaukandi framkvæmdir er í vinnslu í URN
- Gert er ráð fyrir að tillögur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um 3. áfanga rammaáætlunar verði lagðar fram á Alþingi eigi síðar en 31. mars 2022
- Málefni vindorku í rammaáætlun og samspil starfs verkefnisstjórnar við áform ríkisstjórnarinnar um vindorku í stjórnarsáttmála rædd.
- Starfshópur um gerð grænbókar í orkumálum: Formaður verkefnisstjórnar á aðkomu að starfi nefndar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um gerð grænbókar í orkumálum. Hann gerði stuttlega grein fyrir framvindu vinnunnar.
- Fjármál 5. áfanga:
- Fastur kostnaður við rekstur verkefnisstjórnar og faghópa liggur nokkuð vel fyrir. Rætt um nauðsyn þess að verkefnisstjórn hafi góða yfirsýn yfir kostnað sem hlýst af fundavinnu og rannsóknum faghópa.
- Rætt að fá formenn faghópa með í vinnuna við gerð fjárhagsáætlunar.
- Starfsmanni falið að bóka fund með sérfræðingum skrifstofu fjármála og rekstrar í URN varðandi þessi mál.
- Virkjunarkostir: Starfsmaður hefur tekið saman yfirlit yfir alla virkjunarkosti í biðflokki. Rætt.
- Önnur mál: Fleira var ekki rætt.
Fundi slitið kl. 16:00