14. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

14. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams-fjarfundur

Tími: 9. mars 2022 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS) boðaði forföll, Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

URN: Herdís Helga Schopka (HHS) (sat fund frá kl. 14:15). Sigríður Svana Helgadóttir (SSH) sat fundinn kl. 14:15-15:00.


Dagskrá:

  1. Inngangur

  1. Frumvarp til breytinga á lögum um RÁ (stækkanir).

  1. Málþing á Akureyri um Rammaáætlun 26. febrúar

  1. Grænbók um orkumál.

  1. Umsagnir um RÁ 3 á Alþingi.

  1. Virkjanakostir

  1. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Inngangur
  2. Frumvarp til breytinga á lögum um RÁ (stækkanir virkjana): SSH, lögfræðingur og starfandi skrifstofustjóri á skrifstofu landgæða, kom á fundinn og kynnti drög að frumvarpi um breytingar á lögum um rammaáætlun sem felur í sér að stækkanir virkjana (aukning á uppsettu afli) þurfi ekki málsmeðferð rammaáætlunar. Umræður. 
  3. Málþing á Akureyri um rammaáætlun 26. febrúar sl: Landvernd og SUNN stóðu fyrir málþingi um rammaáætlun. ÞD hélt erindi og kynnti stjórntækið rammaáætlun. Góður rómur gerður að málþinginu.  
  4. Grænbók um orkumál: Niðurstöður og efnistök grænbókar umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra sem kynnt var í gær voru rædd. 
  5. Umsagnir um 3. áfanga rammaáætlunar á Alþingi: Bent á að nú liggi fyrir umsagnir um þingsályktunartillögu um 3. áfanga rammaáætlunar og rætt að fulltrúar í verkefnisstjórn kynni sér þær. HHS og SSH fara fyrir hönd ráðuneytisins á fund umhverfis- og samgöngunefndar þingsins á morgun til að svara spurningum þingmanna um þingsályktunartillöguna. 
  6. Virkjanakostir: Formaður á í samskiptum við Orkustofnun um fyrirliggjandi virkjanakosti. Hvað varðar virkjanakosti sem felast í stækkunum (aukningu á uppsettu afli) á núverandi virkjunum sbr. lið 2 í dagskrá, en gert ráð fyrir að sjá hvort breytingar á lögum gangi ekki fram. 
  7. Önnur mál: Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 16:00