15. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga
Fundarfrásögn
15. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Teams-fjarfundur
Tími: 23. mars 2022 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).
Gestir: Formenn faghópa frá kl 14:45.
Dagskrá:
Inngangur
Lagabreytingar
Virkjanakostir
Fundur með formönnum faghópa (koma á fundinn kl 15:00)
Önnur mál
Fundarfrásögn:
Fundur settur kl. 14:00.
- Inngangur:
- Formaður setur fundinn.
- Fjallað um fund fulltrúa RÁ með Náttúrufræðistofnun um aðgang að landupplýsingakerfum fyrir vinnu faghópa. Slík gögn eru þegar hýst þar og hafa faghópar nýtt þau við sína vinnu. NÍ mun senda verkefnisstjórn tillögur um hvernig best sé að vinna með þessi landupplýsingakerfi áfram.
- Lagabreytingar: Rætt um stöðu ýmissa lagabreytinga tengdum rammaáætlun samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.
- Virkjanakostir: Greint frá samskiptum við Orkustofnun um virkjanakosti og gögn um þá.
- Formenn faghópa komu á fundinn: Umræða um aðferðafræði faghópa og sérstaklega faghóps 3 og faghóps 4. Einnig um mögulegt samstarf faghópa um rannsóknir og aðra greiningarvinnu. Lagt til að hittast aftur á næsta fundi til að dýpka umræðu um aðferðafræði hópana.
- Önnur mál: Ekki voru önnur mál