18. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga
Fundarfrásögn
18. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Teams-fjarfundur
Tími: 4. maí 2022 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).
URN: Herdís Helga Schopka (HHS).
Forföll: Ólafur Adolfsson (ÓA)
Dagskrá:
- Inngangur
- Samstarfsfundur með faghópunum
- Skipulag vinnu framundan
- Önnur mál
Fundarfrásögn:
Fundur settur kl. 14:00.
- Inngangur: Formaður setti fund. Fundargerðir funda 11.-16. yfirfarnar og samþykktar.
- Samráðsfundur með faghópum: Verkefnisstjórn fór yfir umræður á vinnufundi með fulltrúm faghópa sem haldinn var mánudaginn 2. maí. Fundurinn var sóttur af nær öllum fulltrúm faghópanna, var efnismikill og mat verkefnisstjórnar að hann hafi tekist vel. Mikilvægt til að samræma vinnu faghópanna og eins að ræða framþróun aðferðafræði þeirra.
- Skipulag vinnu framundan:
- Umræður um að halda opinn fund til að kynna það sem verkefnisstjórn og faghópar hafa verið að gera það sem af er skipunartímans. Ákveðið að horfa til þess að halda fundinn í vikunni 16. -20. maí. Miðað við að halda 2ja klukkustunda staðfund sem líka verði streymt og tekinn upp, þar sem formenn faghópa kynni jafnframt aðferðafræði sinna hópa. HHS falið að finna sal og streymisþjónustu.
- Rætt um vinnulag við mat á þeim virkjanakostum sem liggur fyrir að verkefnisstjórn vinni með.
- Önnur mál: Engin önnur mál voru rædd.
Fundi slitið kl. 16:00