20. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

20. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams-fjarfundur

Tími: 15. júní 2022 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Ása L. Aradóttir (ÁLA), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

Formenn faghópa: (sátu fund að hluta)

URN: Herdís Helga Schopka (HHS).

Forföll: Agnes Stefánsdóttir (AS) og Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS)


Dagskrá:

  1. Inngangur
  2. Staða afgreiðslu 3. áfanga
  3. Skipulag vinnu framundan við mat á virkjanakostum - formenn faghópa koma á fundinn kl. 14:45
  4. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Inngangur Formaður setti fund. 
  2. Staða afgreiðslu 3. áfanga: 
    1. Alþingi samþykkti þingsályktun um 3. áfanga rammaáætlunar fyrr í dag. Umhverfis- og samgöngunefnd gerði nokkrar breytingar á áætluninni sem lögð var fram af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Fimm virkjunarkostir voru fluttir úr verndarflokki í biðflokk (Kjalölduveita, Skatastaðavirkjanir C og D, Villinganesvirkjun og Blanda, veita úr Vestari Jökulsá) og þrír úr orkunýtingarflokki í biðflokk (Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun). Einn virkjunarkostur var fluttur úr biðflokki í orkunýtingarflokk (Búrfellslundur). 
    2. Virkjunarkostir sem Orkustofnun sendi inn án þess að virkjunaraðilar væru þar að baki voru dregnir til baka af stofnuninni og þar með felldir út úr biðflokki áætlunarinnar. Um er að ræða 28 virkjunarkosti. 
    3. Nefndarálit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar rætt og þau skilaboð sem þar er að finna til verkefnisstjórnar um framhald vinnunnar. 
  3. Skipulag vinnu framundan við mat á virkjunarkostum: 
    1. Verkefnisstjórn ræðir möguleika á vinnu faghópa í sumar. Fyrirséð að lítið verði um vinnu það sem eftir lifir sumars vegna sumarleyfa og vettvangsvinnu fulltrúa í faghópum. 
    2. Formenn faghópa komu á fundinn kl. 14:45. 
    3. Framhald umræðu um afgreiðslu Alþingis og áhrif á vinnu faghópa í sumar og haust og hvernig formenn vilja vinna fram á haustið. Formenn lögðu áherslu á að fá skýra leiðsögn frá verkefnisstjórn og yfirlit yfir stöðu virkjunarkosta áður en vinna hópanna hefjist af fullum þunga með haustinu. 
    4. Mengi virkjunarkosta er nokkuð stórt og rætt var hvernig væri best að skipuleggja vinnuna, meðal annars hvort grípa ætti til einhvers konar forgangsröðunar og þá á hvaða forsendum. 
    5. Rætt að hitta ýmsa aðila á fundum í haust. 
  4. Önnur mál: Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 16:00