21. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

21. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams-fjarfundur

Tími: 24. ágúst 2022 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

URN: Herdís Helga Schopka (HHS).


Dagskrá:

  1. Inngangur
  2. Tilhögun vinnu verkefnisstjórnar í vetur
  3. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00. 

  1. Inngangur Formaður setti fund. 
  2. Tilhögun vinnu verkefnisstjórnar: 
    1. Fastur fundartími verkefnisstjórnar. Ákveðið að verkefnisstjórn haldi áfram að hittast á miðvikudögum. Næsti fundur verður 6.9. kl. 13-15 á Teams, þaðan í frá er miðað við að verkefnisstjórnin hittist næst 14.9. og annan hvern miðvikudag þaðan í frá. 
    2. Rætt um vinnuplan verkefnisstjórnar 
  3. Önnur mál: 
    1. Frumvarp um að stækkanir á virkjunarkostum skuli ekki sjálfkrafa fara inn í málsmeðferð rammaáætlunar var samþykkt á Alþingi í vor. Það hefur áhrif á vinnu verkefnistjórnar þar sem nokkrir slíkir virkjanakostir hafa verið til umfjöllunar. 
    2. Starfshópur URN um málefni vindorku: Skipun og verksvið hópsins rædd lauslega og rætt að samtal milli hópsins og verkefnisstjórnar sé afar mikilvægt. Formanni falið að hafa samband við vinnuhópinn. 
    3. Í kjölfar afgreiðslu Alþingis í vor á 3. áfanga og stækkunarfrumvarpi er ljóst hvaða virkjunarkostir koma til meðferðar hjá verkefnisstjórn 5. áfanga. Rætt hvernig verkefnisstjórn beri að túlka afgreiðsluna þar sem Alþingi breytti flokkun virkjunarkosta frá tillögu ráðherra, sem var samhljóða tillögu verkefnisstjórnar 3. áfanga. Óskað að fá afstöðu ráðuneytisins til þessa. 
    4. Farið yfir lista yfir þá virkjunarkosti sem liggja fyrir verkefnisstjórn. Rætt m.a. um forgangsröðun, mat á vindorkukostum o.fl.
    5. HHS greindi frá samskiptum við Orkustofnun um uppfærslu á númerakerfi orkukosta sem sendir eru inn í rammaáætlun. Verkefnisstjórn samþykk umræddum breytingum. 

Fundi slitið kl. 16:00.