22. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

22. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams-fjarfundur

Tími: 6. september 2022 kl. 13:00-15:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

URN: Herdís Helga Schopka (HHS).


Dagskrá:

  1. Inngangur
  2. Starfshópur um vindorku
  3. Verkáætlun rammaáætlunar
  4. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 13:10.

  1. Inngangur: Formaður setti fund.
  2. Starfshópur um vindorku: Formaður hefur fundað með starfshópi um vindorku, sem ráðherra skipaði í sumar. ( https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/07/13/Starfshopur-um-nytingu-vindorku/ ). Aðilar sammála að mikilvægt sé að starfshópurinn og verkefnisstjórn haldi hver öðrum upplýstum. Hópurinn hefur boðið þeim sem vilja koma sjónarmiðum sínu á framfæri um nýtingu vindorku að senda þau inn.
  3. Verkáætlun rammaáætlunar: Drög að verkáætlun rædd og farið yfir ýmis verkefni framundan.
  4. Önnur mál: Ekki var fleira rætt.

Fundi slitið kl. 14:50.