23. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

23. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Háhyrna, URN

Tími: 14. september 2022 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

URN: Herdís Helga Schopka (HHS).


Dagskrá:

  1. Verkáætlun rammaáætlunar, framhald umræðu
  2. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:20.

  1. Formaður setti fund. 
  2. Verkáætlanir faghópa: Formaður hefur boðað fund með formönnum faghópa til að ræða áherslur í vinnu þeirra og samræmingu. 
  3. Rætt um bréf URN til verkefnisstjórnar, dags. 13.9., um fyrirkomulag á mati á þeim virkjunarkostum sem fluttir voru í biðflokk í meðförum Alþingis við afgreiðslu 3. áfanga sumarið 2022. 
  4. Rætt um mat og rannsóknir á þeim virkjunarkostum sem verkefnisstjórn hefur til umfjöllunar. Þeim má skipta í þrjá flokka, a. vindorkukostir; b. virkjanakostir sem Alþingi gerði tilgreindar breytingar á í júní 2022 og flokkaði í biðflokk; c. aðrir virkjunarkostir í biðflokki. 
  5. Önnur mál: Ekki var fleira rætt.

Fundi slitið kl. 15:50.