25. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga
Fundarfrásögn
25. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Teams-fundur
Tími: 26. október 2022 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) (sat fund frá kl. 15:00).
URN: Herdís Helga Schopka (HHS).
Gestir: Ásta K. Óladóttir (ÁKÓ) og Michaela Hrabalíková (MH) frá LMÍ sátu fundinn kl. 14:10 - 14:50.
Dagskrá:
Inngangur
Vindorkukostir og mat á þeim
Virkjanakostir í biðflokki
Önnur mál
Fundarfrásögn:
Fundur settur kl. 14:05.
- Inngangur
- Vindorkukostir og mat á þeim:
- Vefsjá rammaáætlunar fyrir vindorkukosti. ÁKÓ og MH komu á fundinn og kynntu vinnu LMÍ að vefsjá. Umræða. Verkefnisstjórn leggur áherslu á að ein vefsjá verði til fyrir alla vinnu með landfræðilegar upplýsingar innan rammaáætlunar. Virkni vefsjárinnar m.t.t. sýnileika- og hávaðagreininga rædd, einnig virkni m.t.t. þrívíddarlíkana af vindorkuverum.
- Væntanlegir kynningarfundir, þar sem virkjunaraðilar vindorkuvera munu kynna virkjunarhugmyndir sínar fyrir faghópum og verkefnisstjórn. Um Teams-fundi er að ræða sem haldnir verða 3., 4. og 9. nóvember næstkomandi. HHS kynnir stöðu málsins.
- Samskipti við stefnumótandi vindorkunefnd stjórnvalda. Formaður segir frá.
- Aðferðafræði við samræmt mat á staðarvali vindorkuvera. Mikilvægt að kynna sér fagleg sjónarmið sem nýst geta verkefnisstjórn í að samþætta niðurstöður faghópanna.
- Virkjanakostir í biðflokki: Frestað til næsta fundar.
- Önnur mál: Formanni verkefnisstjórnar hefur verið boðið að sækja fund Hagsmunaráðs Landsnets hinn 6.11. og kynna vinnu við mat á vindorkukostum. Fleira var ekki rætt.
Fundi slitið kl. 16:00.