29. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

29. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams

Tími: 11. janúar 2023 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD)

URN: Herdís Helga Schopka (HHS)


Dagskrá:

  1. Inngangur

  1. Skipulag vinnu

  1. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Inngangur: Fyrsti fundur verkefnisstjórnar á nýju ári 
  2. Opinn kynningarfundur vstj 
    1. Opinn fundur: Verkefnisstjórn hyggst halda opin kynningarfund sem fyrst á nýja árinu. Þar verði líka formenn faghópanna. Þarf að finna hentugan tíma sem gengur upp fyrir sem flesta. 
    2. Dagskrá kynningarfundar: Hugmyndir um dagskrá kynningarfundarins rædd. Nákvæm fundardagskrá verði sett saman á næsta fundi verkefnisstjórnar, 25.1.2023. 
    3. Kynning á fundinum: Rætt um hvernig best sé að kynna fundinn og gera hann sem best aðgengilegan. 
  3. Fundargerðir: Fundargerðir 24.-28. funda yfirfarnar og samþykktar. Samþykkt að á nýju ári verði fundargerð síðasta fundar að jafnaði samþykkt í upphafi næsta fundar.  
  4. Kynningarfundir á Teams með hagaðilum um vindorku: Rætt að bjóða völdum aðilum að kynna sjónarmið um vindorku fyrir verkefnisstjórn og faghópum. Formaður ræði við formenn faghópa. 
  5. Önnur mál: 
    1. HHS greindi frá því að í kjölfar innleiðingar nýs skipurits umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins muni hún hverfa til annarra verkefna og láta af störfum sem starfsmaður verkefnisstjórnar síðar í vor. Nánar kemur í ljóst síðar hvernig þeim störfum sem starfsmaður hefur sinnt hingað til verður komið fyrir í nýju skipuriti.

Fundi slitið kl. 16:00.