30. fundur verkefnisstjórnar 5. áfang

Fundarfrásögn

30. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams

Tími: 25. janúar 2023 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) (ÞD mætti kl. 15)

Forföll: Ása L. Aradóttir (ÁLA)

URN: Herdís Helga Schopka (HHS)


Dagskrá:

  1. Inngangur

  1. Opinn kynningarfundur - tímasetning og dagskrá

  1. Samskipti við formenn faghópa og verkefni

  1. Endurmat virkjanakosta 3. áfanga

  1. Vindorkukostir

  1. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Inngangur: 
    1. Fundargerð 29. fundar samþykkt. 
  2. Opinn kynningarfundur - tímasetning og dagskrá: Doodle-könnun meðal áætlaðra frummælenda á fyrirhuguðum opnum kynningarfundi leiddi í ljós að miðvikudagurinn 15.2. kl. 10-12 hentar flestum. HHS falið að sjá um bókun á sal og gæða-streymisþjónustu m. upptöku. Formenn faghópa verða boðaðir á næsta fund vstj til undirbúnings fundarins. Fundarstjóri verður valinn úr verkefnisstjórn. Dagskrá rædd; 
    1. Formaður verkefnisstjórnar kynnir vinnu verkefnisstjórnar (20 mín) 
    2. Fulltrúar LMÍ kynna vefsjár og veftól (10-15 mín) 
    3. Formenn faghópa kynna aðferðir og vinnu sinna hópa (15 mín hver) 
    4. Umræður 
  3. Samskipti við formenn faghópa og verkefni: JGP segir frá vinnu með faghópunum um samningagerð um verkefni og rannsóknir. 
  4. Endurmat virkjanakosta 3. áfanga: Formenn faghópa hafa skilgreint verkefni sem snúast um að endurmeta þá virkjanakosti sem Alþingi flutti í biðflokk við afgreiðslu 3. áfanga sumarið 2022. Vinnulag faghópa og verkefnisstjórnar varðandi endurmatið rætt. 
  5. Vindorkukostir: Frestað til næsta fundar 
  6. Önnur mál: 
    1. Erindi frá Landvernd um endurmat tveggja virkjunarkosta. Farið yfir drög að svari. Formanni falið að ganga frá svari fyrir næsta fund.

Fundi slitið kl. 16:00.