32. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

32. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams

Tími: 22. febrúar 2023 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD)

URN: Herdís Helga Schopka (HHS)

Formenn faghópa: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ), Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS) og Jón Ásgeir Kalmansson (JÁK)

Forföll: Agnes Stefánsdóttir (AS) og Páll Jensson (PJ)


Dagskrá:

  1. Inngangur 
  2. Viðhorfskönnun faghóps 3 
  3. Virkjanakostir til umfjöllunar: 
    1. Kostir úr 4. áfanga
    2. Endurmatskostir  
    3. Vindorkukostir 
  4. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Inngangur: 
    1. Fundargerð 31. fundar samþykkt. 
    2. Opinn kynningarfundur verkefnisstjórnar 15. febrúar sl., umræður um hvernig til tókst 
    3. Rætt um að boða hóp hagsmunaaðila á fundi með verkefnisstjórn og faghópum til að heyra sjónarmið varðandi vindorku. Yrðu með svipuðu formi og fundir með vindorkuframkvæmdaðilum. HHS falið að undirbúa það 
  2. Viðhorfskönnun: JÁK segir frá vinnu Faghóps 3 að viðhorfskönnun. Rætt um inntak slíkrar könnunar. Ákveðið að vinna áfram og ræða á næsta fundi betur mótaðar hugmyndir. 
  3. Virkjanakostir til umfjöllunar: 
    1. Virkjanakostir úr 4. áfanga: Rætt hvað vanti upp á greiningar með fimm virkjanakosti, 4 í vatnsafli og 1 í jarðvarma. Ákveðið að ræða betur á næsta sameiginlega fundi formanna faghópa og verkefnisstjórnar. 
    2. Endurmat virkjunarkosta 3. áfanga: Rætt endurmat á þeim virkjanakostum sem Alþingi óskaði við afgreiðslu 3. áfanga. Það mat tekur einungis til þeirra þátta sem Alþingi óskaði. Verkefnisstjórn hefur falið faghópum að vinna að ákveðnum verkefnum við þetta endurmat sem voru rædd. 
      • Rætt að fá Landvirkjun til að kynna stöðu þessara virkjanakosta, en fyrirtækið er ábyrgt fyrir þeim öllum. HHS falið að skipuleggja það. 
      • Rætt um mat á virkjunarkostinum Héraðsvötnum. Þar eru fyrst og fremst verkefni á ábyrgð faghóps 1. 
      • Rætt um mat virkjunarkostinum Skrokkölduvirkjun. Þar eru fyrst og fremst verkefni á ábyrgð faghóps 1 og faghóps 2. Rætt að hóparnir skipuleggi þá vinnu sameiginlega. 
      • Rætt um mat á Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þar eru fyrst og fremst verkefni á ábyrgð faghóps 3 og faghóps 4. 
      • Rætt um mat á Kjalölduveitu. Þar eru verkefni sem verkefnisstjórn mun láta vinna. 
      • Málsmeðferð rædd; matið fylgir málsmeðferð laganna þó það taki einungis til ákveðinna þátta í viðkomandi virkjunarkosti. 
    3. Vindorkukostir: Verkefnisstjórn hefur fengið senda um 24 vindorkukosti. Um suma þeirra hafa borist nýlega uppfærð gögn. Í samstarfi faghópa og Landmælinga er unnið að samræmdri skoðun og greiningu á þeim í landupplýsingakerfi, þ.m.t. þrívíðu. Rætt um mögulega vinnuröð við nákvæmari greiningar á þeim. 
    4. Ákveðið að ræða þessi viðfangsefni við mat á virkjunarkostum á næsta fundi verkefnisstjórnar og faghópa. 
  4. Önnur mál: Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 16:00.