33. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

33. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams

Tími: 08. mars 2023 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD)

Forföll: Ása L. Aradóttir (ÁLA)

URN: Herdís Helga Schopka (HHS) (sat fundinn kl. 15:00-16:00)

Formenn faghópa: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS) (sat fundinn kl. 14:00-15:00), Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ), Jón Ásgeir Kalmansson (JÁK) og Páll Jensson (PJ) (sátu fundinn kl. 14:00-16:00)


Dagskrá:

  1. Inngangur 
  2. Fundir 
  3. Vinna við landupplýsingakerfi 
  4. Drög að viðhorfskönnun 
  5. Virkjanakostir til umfjöllunar 
  6. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Inngangur
    1. Fundargerð 32. fundar samþykkt. 
    2. Viðtöl við fulltrúa úr rammavinnunni í Speglinum/RÚV 
    3. Fyrirlestur Jeromy Firestone við HÍ um vindorku í næstu viku 
  2. Fundir með hagaðilum
    1. Landsvirkjun hefur samþykkt að halda kynningar fyrir faghópa um virkjunarkosti sem koma til endurmats úr 3. áfanga. Tímasetningar ræddar. 
    2. Beðið er svara frá hagaðilum (Ungum umhverfissinnum, Landvernd, Samorku og Sambandi íslenskra sveitarfélaga) varðandi möguleika á fundum með faghópum og verkefnisstjórn til að kynna sjónarmið aðilanna varðandi vindorku í rammaáætlun. 
  3. Vinna við landupplýsingakerfi, samantekt á fjölþáttagreiningum. Umræður, verkefnið á góðu róli 
  4. Drög að viðhorfskönnun frá faghópi 3: JÁK segir frá vinnu faghóps 3 að viðhorfskönnun. Spurningar og tímasetningar ræddar. JÁK hefur sent drög að spurningum á formenn faghópa. 
  5. Virkjanakostir til umfjöllunar
    1. Uppfærslur á vindorkukostum frá Orkustofnun - á undanförnum vikum hafa verkefnisstjórn borist uppfærð gögn um virkjunarkosti á vegum Qair og Hafþórsstaða ehf. Gögnin hafa verið gerð aðgengileg faghópum á Teams-svæði rammaáætlunar. 
    2. Mat á virkjunarkostum úr 4. áfanga: Rætt með faghópum hvaða verkefni þurfi vinna til viðbótar við mat á vatnsafls og jarðvarmakostum sem unnið var með í 4 áfanga. Rætt að þeirri gagnasöfnun faghópa verði lokið í sumar. 
    3. Endurmat virkjunarkosta 3. áfanga: Verkefni við virkjanakosti sem Alþingi óskaði endurmats á við afgreiðslu 3. áfanga rædd með formönnum faghópa. Við endurmatið er miðað við þau tilmæli sem Alþingi veitti verkefnisstjórn. 
      1. Kjalölduveita: Verkefnisstjórn lætur vinna greinargerð um virkjunarkostinn og mun á grunni hennar ákvarða um frekari vinnu. 
      2. Héraðsvötn: Endurmatsverkefni er í vinnslu á vegum faghóps 1. 
      3. Skrokkalda: Faghópar 1 og 2 eru að vinna að útfærslu á verkefnum til að endurmeta það sem óskað var eftir varðandi virkjunarkostinn sem þeir munu samræma. 
      4. Þjórsá: Endurmatsverkefni komið af stað á vegum faghóps 3 og faghóps 4. 
    4. Vindorkukostir: Áfram hefur verið unnið að landupplýsingakerfi og þrívíddargreiningum til að greina alla vindorkukosti sem verkefnisstjórn hefur fengið senda. Rætt hvaða vindorkukosti sé raunhæft að ætla að vinna að í sumar. 
  6. Önnur mál: Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 16:00.