33. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga
Fundarfrásögn
33. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Teams
Tími: 08. mars 2023 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD)
Forföll: Ása L. Aradóttir (ÁLA)
URN: Herdís Helga Schopka (HHS) (sat fundinn kl. 15:00-16:00)
Formenn faghópa: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS) (sat fundinn kl. 14:00-15:00), Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ), Jón Ásgeir Kalmansson (JÁK) og Páll Jensson (PJ) (sátu fundinn kl. 14:00-16:00)
Dagskrá:
- Inngangur
- Fundir
- Vinna við landupplýsingakerfi
- Drög að viðhorfskönnun
- Virkjanakostir til umfjöllunar
- Önnur mál
Fundarfrásögn:
Fundur settur kl. 14:00.
- Inngangur:
- Fundargerð 32. fundar samþykkt.
- Viðtöl við fulltrúa úr rammavinnunni í Speglinum/RÚV
- Fyrirlestur Jeromy Firestone við HÍ um vindorku í næstu viku
- Fundir með hagaðilum:
- Landsvirkjun hefur samþykkt að halda kynningar fyrir faghópa um virkjunarkosti sem koma til endurmats úr 3. áfanga. Tímasetningar ræddar.
- Beðið er svara frá hagaðilum (Ungum umhverfissinnum, Landvernd, Samorku og Sambandi íslenskra sveitarfélaga) varðandi möguleika á fundum með faghópum og verkefnisstjórn til að kynna sjónarmið aðilanna varðandi vindorku í rammaáætlun.
- Vinna við landupplýsingakerfi, samantekt á fjölþáttagreiningum. Umræður, verkefnið á góðu róli
- Drög að viðhorfskönnun frá faghópi 3: JÁK segir frá vinnu faghóps 3 að viðhorfskönnun. Spurningar og tímasetningar ræddar. JÁK hefur sent drög að spurningum á formenn faghópa.
- Virkjanakostir til umfjöllunar:
- Uppfærslur á vindorkukostum frá Orkustofnun - á undanförnum vikum hafa verkefnisstjórn borist uppfærð gögn um virkjunarkosti á vegum Qair og Hafþórsstaða ehf. Gögnin hafa verið gerð aðgengileg faghópum á Teams-svæði rammaáætlunar.
- Mat á virkjunarkostum úr 4. áfanga: Rætt með faghópum hvaða verkefni þurfi vinna til viðbótar við mat á vatnsafls og jarðvarmakostum sem unnið var með í 4 áfanga. Rætt að þeirri gagnasöfnun faghópa verði lokið í sumar.
- Endurmat virkjunarkosta 3. áfanga: Verkefni við virkjanakosti sem Alþingi óskaði endurmats á við afgreiðslu 3. áfanga rædd með formönnum faghópa. Við endurmatið er miðað við þau tilmæli sem Alþingi veitti verkefnisstjórn.
- Kjalölduveita: Verkefnisstjórn lætur vinna greinargerð um virkjunarkostinn og mun á grunni hennar ákvarða um frekari vinnu.
- Héraðsvötn: Endurmatsverkefni er í vinnslu á vegum faghóps 1.
- Skrokkalda: Faghópar 1 og 2 eru að vinna að útfærslu á verkefnum til að endurmeta það sem óskað var eftir varðandi virkjunarkostinn sem þeir munu samræma.
- Þjórsá: Endurmatsverkefni komið af stað á vegum faghóps 3 og faghóps 4.
- Vindorkukostir: Áfram hefur verið unnið að landupplýsingakerfi og þrívíddargreiningum til að greina alla vindorkukosti sem verkefnisstjórn hefur fengið senda. Rætt hvaða vindorkukosti sé raunhæft að ætla að vinna að í sumar.
- Önnur mál: Fleira var ekki rætt.
Fundi slitið kl. 16:00.