36. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga
Fundarfrásögn
36. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Teams
Tími: 3. maí 2023 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).
Formenn faghópa (sátu fund kl. 14:30-15:50): Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ), Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS) og Jón Ásgeir Kalmansson (JÁK) og Páll Jensson (PJ)
URN: Herdís Helga Schopka (HHS)
Forföll: Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS)
Dagskrá:
- Inngangur
- Greiningar faghópa (með formönnum faghópa frá 14:30)
- Á vindorkukostum
- Á öðrum virkjanakostum
- Önnur mál
Fundarfrásögn:
Fundur settur kl. 14:00
- Inngangur:
- Formaður verkefnisstjórnar gerði grein fyrir fundi með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, aðstoðarmanni hans og fulltrúa ráðuneytisins um samspil vinnu verkefnisstjórnar við þá vinnu sem boðuð er í nýrri skýrslu stjórnvalda um vindorku, “Vindorka, valkostir og greining”. Mikilvægt er að verkefnisstjórn sé vel upplýst um þessa vinnu stjórnvalda og þær áherslur sem þar verða settar.
- Vinna faghópa við greiningar á virkjunarkostum 2023.
- Staða verkefna og tillögur faghópa að verkefnum ársins rædd. Formenn faghópa ræddu hver fyrir sig stöðu og framgang verkefna hjá viðkomandi faghóp.
- Rætt um hvað sé raunhæft að vinna við greiningar á mörgum vindorkuverkefnum núna í ár af faghópum. Niðurstaða þess er að vinna með tíu vindorkuverkefni, sem eru þau fjögur sem unnið var með í 4. áfanga og ljúka mati á þeim, tvö verkefni sem eru aðliggjandi þeim og svo fjögur önnur verkefni þar sem tvö eru reyndar hlið við hlið. Að öðrum vindorkuverkefnum verður svo unnið í framhaldinu.
- Farið yfir lista yfir alla virkjunarkosti sem faghópar eru að vinna að á árinu , þ.e. vindorkuverkefni, verkefni úr 4. áfanga og endurmatsverkefni sbr. ákvörðun Alþingis við afgreiðslu 3. áfanga. Þessi verkefni eru í meðfylgjandi lista (sjá pdf skjal ).
- Önnur mál:
- Vettvangsferðir/skoðunarferðir: Verkefnisstjórn mun ræða skipulag þeirra á sínum næsta fundi.
- Mat á gæðum gagna: ADS spurði út í fyrirkomulag þess að fá lögbundnar umsagnir stofnana um gæði gagna. Í fyrri áföngum fengu faghópar umboð verkefnisstjórnar til að senda erindi inn til stofnananna, sem svo var gert. Faghópur 1 leitar umsagna UST, NÍ og Minjastofnunar; faghópur 2 leitar umsagnar Ferðamálastofu. ADS vekur athygli á að í fyrri áföngum hafi þessara umsagna verið leitað í lok ferlis virkjunarkosta hjá faghópum og það sé óhentugt. Samþykkt að faghóparnir skuli leita þessara umsagna og geri það fyrr í ferlinu.
- Tímalína fyrir vinnu verkefnisstjórnar og faghópa: Rætt um tímalínu framundan og helstu vörður í vinnunni.
- Ákveðið að formenn faghópa komi einnig á fund verkefnisstjórnar 24.05. nk.
Fundi slitið kl. 16:00.