37. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga
Fundarfrásögn
37. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Teams
Tími: 10. maí 2023 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).
URN: Herdís Helga Schopka (HHS)
Dagskrá:
- Inngangur
- Vettvangsferðir
- Önnur mál
Fundarfrásögn:
Fundur settur kl. 14:00
- Inngangur:
- Fundargerðir 32.-36. funda yfirfarnar og samþykktar.
- Samspil rammaáætlunar og vatnaáætlunar. Ákveðið að leita leiðsagnar URN um þetta samspil, þ.e. hvort og þá hvernig vinna verkefnisstjórnar kunni að snerta nýsamþykkta vatnaáætlun
- Vettvangsferðir: Rætt um fyrirkomulag vettvangsferða sem yrðu skipulagðar fyrir fulltrúa faghópa og verkefnisstjórnar. Ákveðið að fela HHS að undirbúa ferðir á staði sem verkefnisstjórn hefur verið falið að meta tillögur að virkjunarkostum. Stefnt á að gera það í ágúst.
- Önnur mál:
- Tillögur faghóps 3 að breytingu á rannsóknaverkefni vegna samfélagsáhrifa virkjunarkosta í Neðri-Þjórsá. Breytingar samþykktar.
Fundi slitið kl. 16:00.