38. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

38. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams

Tími: 24. maí 2023 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS) og Ólafur Adolfsson (ÓA).

Forföll: Agnes Stefánsdóttir (AS) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

URN: Herdís Helga Schopka (HHS)

Formenn faghópa: Öll, sitja fund kl. 14:30-15:40.


Dagskrá:

  1. Inngangur

  1. Faghópar og verkefni sumarsins

  1. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Inngangur: 
    1. Erindi frá orkufyrirtækjum um lista yfir virkjunarkosti í vindorku sem taka á til skoðunar í sumar, sbr. fylgiskjal með fundargerð 36. fundar. Qair og HS Orka/Vesturverk hafa spurst fyrir um forsendur þeirrar röðunar. JGP falið að svara. 
    2. Vettvangsferðir: Rætt um tímasetningar í ágúst. 
  2. Faghópar og verkefni sumarsins: Formenn faghópa sitja fund frá 14:30. 
    1. Rætt um þau vindorkuverkefni sem faghópar eru að vinna með í sumar. 
    2. Verkefni sumarsins og fjármál. Rætt að formenn faghópa sendi sem allra fyrst inn yfirlit yfir endanlega fjárþörf vegna rannsókna sumarsins/haustsins. 
    3. Aðferðafræði rammaáætlunar rædd. Unnið er að samantekt í skýrslu sem útskýrir beitingu aðferðafræði landupplýsinga (GIS) tengdum fjölþáttagreiningum á mat á fýsileika orkuverkefna jarðvarma, vatnaafls og vindorku (GIS based Multi Criteria Decicion Making Analysis) 
    4. Gagnagrunnur landupplýsinga hjá LMÍ; ræddur og hvaða leiðir væru bestar til að gera hann sem best aðgengilegan. 
    5. Vettvangsferð: rætt um fyrirkomulag væntanlegra vettvangsferða að loknum sumarleyfum. 
  3. Önnur mál: 
    1. Umræða um næstu skref í vinnunni.

Fundi slitið kl. 16:00.