40. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

40. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga 

Staður: Teams 

Tími: 21. júní 2023 kl. 14:00-16:00 

Mætt: 

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) 

URN: Herdís Helga Schopka (HHS) 


Dagskrá: 

  1. Inngangur 
  2. ÞD kynnir Noregsferð 
  3. Verkefnistillögur faghópa 
  4. Skipulag vinnu að loknum sumarleyfum 
  5. Önnur mál 


Fundarfrásögn: 

Fundur settur kl. 14:00. 

  1. Inngangur: 
    1. Þetta er síðasti fundur verkefnisstjórnar fyrir sumarleyfi. Ákveðið að miða við sömu föstu fundartíma í haust og að fyrsti fundur verði 23.8. kl. 14-16. 
    2. Listi yfir virkjunarkosti í vinnslu 2023 uppfærður og birtur. 
    3. Verkefnisstjórn hefur óskað eftir leiðsögn umhverfis, orku og loftslagsráðuneytis um samspil vatnaáætlunar og rammaáætlunar gagnvart vinnu sinni. Rætt. 
  2. Kynnisferð til Noregs: ÞD sagði frá kynnisferð til Noregs á vegum Grænvangs sem hann sótti fh. verkefnisstjórnar vorið 2023 til að kynna sér uppbyggingu vindorku í Noregi og helstu álitamál þar að lútandi. Mjög gagnleg ferð og margt sem læra mál af reynslu Norðmanna varðandi þróun vindorku á Íslandi. 
  3. Verkefnistillögur faghópa: Farið yfir stöðu verkefna faghópanna, sérstaklega þeirra verkefna sem þeir áforma að vinna í sumar. 
  4. Skipulag vinnu að loknum sumarleyfum: Rætt að haga vinnu með svipuðum hætti, þ.e. reglubundna fundi á 2 vikna fresti. 
  5. Önnur mál: Engin. 

Fundi slitið kl. 15:30