41. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga
Fundarfrásögn
41. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Teams
Tími: 23. ágúst 2023 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD)
Forföll: Ólafur Adolfsson (ÓA)
URN: Herdís Helga Schopka (HHS)
Dagskrá:
- Inngangur
- Kynnisferðir
- Skipulag vinnu
- Önnur mál
Fundarfrásögn:
Fundur settur kl. 14:00.
- Inngangur: Fyrsti fundur eftir sumarleyfi. Næsti fundur verkefnisstjórnar boðaður 30.8. og svo 2. hverja viku þaðan í frá.
- Kynnisferðir:
- JGP sagði frá vettvangsferðum verkefnisstjórnar og faghópa sem farnar voru sl. fimmtudag og föstudag (17. og 18. ágúst). Á fimmtudeginum voru virkjunarkostirnir Mosfellsheiðarvirkjun I og II, Bolaalda og Reykjanesgarður (1 og 2) heimsóttir og á föstudeginum voru virkjunarkostirnir Sólheimar og Garpsdalur heimsóttir.
- Rætt um skipulag næstu vettvangsferða sem stefnt er að á næstu vikum.
- Skipulag vinnu:
- Starfsmaður verkefnistjórnar: Að frumkvæði URN mun staða starfsmanns verkefnisstjórnar færast til Umhverfisstofnunar 15. september nk. Það felur ekki í sér neina breytingu á ábyrgð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins gangvart rammaáætlun og tryggt verður að verkefnisstjórn hafi áfram nauðsynleg tengsl við ráðuneytið eins og þarf varðandi hennar störf.
- Ýmis atriði rædd varðandi vinnu verkefnisstjórnar framundan í haust og vetur.
- Önnur mál: Engin.
Fundi slitið kl. 15:20