42. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga
Fundarfrásögn
42. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Teams
Tími: 30. ágúst 2023 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD)
Forföll: Agnes Stefánsdóttir (AS)
URN: Herdís Helga Schopka (HHS)
Dagskrá:
- Inngangur
- Vettvangsferðir
- Staða verkefna hjá faghópum
- Tímalína
- Opinn kynningarfundur
- Önnur mál
Fundarfrásögn:
Fundur settur kl. 14:00.
- Inngangur:
- HHS segir frá erindi OR til URN varðandi breytingu á reglugerð hvað varðar gagnakröfur í umsóknum um að jarðvarmavirkjanir verði teknar til umfjöllunar í rammaáætlun.
- Fundargerðir yfirfarnar og samþykktar.
- Kynnisferðir:
- Rætt um fyrirhugaðar vettvangsferðir og heimsóknir á svæði með virkjunartillögum.
- Staða verkefna hjá faghópum:
- Formaður hefur verið í samskiptum við formenn faghópa um stöðu þeirra vinnu og einstakra verkefna. Verkefni hafa almennt gengið eins og áætlað var.
- Tímalína:
- Tímalína vinnu verkefnisstjórnar rædd og hvaða áfanga og vörður sé réttast að skipta henni í.
- Opinn kynningarfundur:
- Rætt um að halda opinn kynningafund verkefnisstjórnar í byrjun október sem verði jafnframt streymt og tekinn upp. Þar verið hægt að gera grein fyrir stöðu vinnu og væntanlegri tímalínu. HHS falið að útvega sal og streymisþjónustu fyrir fundinn.
- Önnur mál: Engin.
Fundi slitið kl. 15:30