42. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

42. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams

Tími: 30. ágúst 2023 kl. 14:00-16:00


Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD)

Forföll: Agnes Stefánsdóttir (AS)

URN: Herdís Helga Schopka (HHS)


Dagskrá:

  1. Inngangur
  2. Vettvangsferðir
  3. Staða verkefna hjá faghópum
  4. Tímalína
  5. Opinn kynningarfundur
  6. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Inngangur: 
    1. HHS segir frá erindi OR til URN varðandi breytingu á reglugerð hvað varðar gagnakröfur í umsóknum um að jarðvarmavirkjanir verði teknar til umfjöllunar í rammaáætlun. 
    2. Fundargerðir yfirfarnar og samþykktar. 
  2. Kynnisferðir: 
    1. Rætt um fyrirhugaðar vettvangsferðir og heimsóknir á svæði með virkjunartillögum. 
  3. Staða verkefna hjá faghópum: 
    1. Formaður hefur verið í samskiptum við formenn faghópa um stöðu þeirra vinnu og einstakra verkefna. Verkefni hafa almennt gengið eins og áætlað var. 
  4. Tímalína: 
    1. Tímalína vinnu verkefnisstjórnar rædd og hvaða áfanga og vörður sé réttast að skipta henni í. 
  5. Opinn kynningarfundur: 
    1. Rætt um að halda opinn kynningafund verkefnisstjórnar í byrjun október sem verði jafnframt streymt og tekinn upp. Þar verið hægt að gera grein fyrir stöðu vinnu og væntanlegri tímalínu. HHS falið að útvega sal og streymisþjónustu fyrir fundinn. 
  6. Önnur mál: Engin.

Fundi slitið kl. 15:30