46. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga, 8.11.2023
Fundarfrásögn
46. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Teams
Tími: 8. nóvember 2023 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Ólafur Adolfsson (ÓA)
Forföll: Agnes Stefánsdóttir (AS),
UST: Katrín Sóley Bjarnadóttir (KSB)
Dagskrá:
1. Inngangur
2. Vinna við endurmat á virkjunarkostum
3. Önnur mál
Fundarfrásögn:
Fundur settur kl. 14:00.
1. Inngangur
Fundur settur
2. Kynningar faghópa á verkefnum um endurmat virkjunarkosta:
Formenn faghópa kynntu niðurstöður greinargerða sinna og ræddu með verkefnisstjórn.
Greinargerðir faghópanna munu svo verða fylgiskjöl með drögum að tillögum verkefnisstjórnar, þegar samráð hefst.
Þetta eru greinargerðir um Héraðsvötn frá FH1, um Skrokkölduvirkjun frá FH1 og FH2, um Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í samhengi Hvammsvirkjunar frá FH3, um Holta- og Urriðafossvirkjun frá FH4 og gögn og svör um virkjunarkostinn Kjalölduveitu frá FH1 og FH2.
3. Önnur mál
Ekki önnur mál
Fundi slitið kl 16:30