51. fundur verkefnastjórnar 5. áfanga, 10.01.2024

Fundarfrásögn

51. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams

Tími: 10. janúar 2024 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Ólafur Adolfsson (ÓA)

Forföll: Agnes Stefánsdóttir (AS)

UST: Katrín Sóley Bjarnadóttir (KSB)

Dagskrá:

  1. Inngangur.
  2. Virkjunarkostir í umsögn
  3. Drög að frumvarpi og þingsályktunartillögu um vindorku
  4. Virkjunarkostir til umfjöllunar 2024: Undirbúningur.
  5. Önnur mál.

Fundur settur kl. 14:08.

Fundarfrásögn:

1. Farið yfir skipulag vinnu framundan og stöðu vinnu faghópa. Formaður upplýsti verkefnisstjórn um fund með ráðuneytisstjóra URN (Umhverfis- orku og loftlagsráðuneytið) um ýmis praktískt málefni rammans, m.a. fjármál og skipulag vinnu.

2. Ræddar þær athugasemdir sem komu í 2 vikna umsagnarferlinu við virkjunarkosti í endurmati, sem nú eru í 12 vikna umsagnarferli. Ákveðið að boða formenn faghópa á næsta fund um þetta mál.

3. Rædd drög stjórnvalda að lagabreytingum um vindorku sem búið er að birta í samráðsgátt stjórnvalda og hvaða áhrif það hafi á vinnu verkefnastjórnar og faghópanna. Verkefnastjórn fylgist með framgangi þessa, enda verið að leggja til breytingar sem geta haft áhrif á vinnu rammaáætlunar.

4. Rætt um þá virkjunarkosti sem fyrirhugað er að taka fyrir árið 2024, til viðbótar þeim sem búið er að senda þegar til faghópa sbr. lista á kynningafundi verkefnisstjórnar sl. október. Rætt um vinnulag og forgangsröðun þessara virkjunarkosta.

5. Verkefnastjórn upplýst um að Hugsmiðjan mun hætta að hýsa og þjónusta Eplica vefi eftir eitt ár (sem vefur rammans nýtir), því þurfi að skoða næstu skref í vefmálum rammans á þessu ári. KSB mun kynna möguleika eftir fund með Hugsmiðjunni.

Fundi slitið kl. 15:46