52. fundur verkefnastjórnar 5. áfanga, 7.febrúar 2024
Fundarfrásögn
52. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Teams online
Tími: 7. febrúar 2024 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Ólafur Adolfsson (ÓA).
FFH: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ), Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Jón Ásgeir Kalmansson (JÁK) og Páll Jensson (PJ).
Forföll:
UST: Katrín Sóley Bjarnadóttir (KSB)
Dagskrá:
- Inngangur
- Staða verkefna faghópa: Formenn faghópa
- Önnur mál
Fundur settur kl. 14:06.
Fundarfrásögn:
1. Formenn faghópa koma á fundinn til að fara yfir stöðu verkefna.
2. a) Farið yfir athugasemdir sem komu fram við skýrslur faghópa varðandi endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga. b) Farið yfir hvar vinna faghópanna er stödd varðandi þá virkjunarkosti sem þeir eru með til umfjöllunar núna þ.e. vatnsorku og jarðvarma frá 4. áfanga og vindorkukosti. c) Farið yfir hvað faghópar telji að þurfi að gera varðandi þá átta virkjunarkosti sem eru í biðflokki og ætlunin er að hefja vinnu með. Rætt var um hvaða vinnu þurfi að framkvæma varðandi þessa 8 virkjunarkosti sem eru í biðflokki (4 vatn/4 jarðhiti) og þau vindorkuverkefni sem næst verða tekin fyrir. Með því áformar verkefnisstjórn að koma af stað vinnu við alla þá virkjunarkosti sem henni hafa verið sendir af Orkustofnun.
3. Ræddar þær tillögur sem verkefnisstjórn nefndar um breytingar á málsmeðferð vindorku hefur lagt til og kynnt.
Fundi slitið kl. 16:07