53. fundur verkefnastjórnar, 28.02.2024
Fundarfrásögn
53. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Teams
Tími: 28. febrúar 2024 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Ólafur Adolfsson (ÓA).
UST: Katrín Sóley Bjarnadóttir (KSB)
Dagskrá:
1. Inngangur
2. Skýrsla um endurmatskosti 3. áfanga
3. Önnur mál
Fundarfrásögn:
1. Inngangur
Formaður fór yfir erindi frá formanni nýrrar nefndar sem var að hefja sín störf varðandi endurskoðun á lögunum um rammaáætlun, sem var tilgreint í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Nefndin vill funda með verkefnastjórn rammaáætlunar. Nefndin áætlar að boða til opins málþings í RVK þann 19. mars um þessa vinnu. Formaður verkefnastjórnar er beðinn um að vera með framsögu á því málþingi.
2. Skýrsla um endurmatskosti 3.áfanga
Farið yfir drög að skýrslu verkefnastjórnar til ráðherra.
3. Önnur mál
Skipulag vinnu verkefnisstjórnar rætt.