57. fundur verkefnisstjórnar 24.04.2024

Fundarfrásögn

57. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams

Tími: 24. apríl 2024 kl. 13:00-14:30

Mætt: Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Ólafur Adolfsson (ÓA). FFH: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ), Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Jón Ásgeir Kalmansson (JÁK) og Páll Jensson (PJ).

Forföll:

UST: Katrín Sóley Bjarnadóttir (KSB)

Fundarfrásögn:

  1. Inngangur

Farið yfir stöðu vinnu verkefnisstjórnar.

2. Yfirferð á vinnu faghópa við mat á virkjunarkostum

Verkefnisstjórn fékk kynningar frá formönnum faghópa á þeirra mati á virkjunarkostum sem verkefnisstjórn er með umfjöllunar, en það eru virkjunarkostirnir Bolaalda, Hamarsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun, Tröllárvirkjun og Hvanneyrardalsvirkun

HHÆ kynnti mat FH1 á náttúru og menningarminjum.

SSJ kynnti mat FH2 á virði ferðasvæða og einnig eftir virkjunarframkvæmd.

JÁK kynnti mat FH3 á samfélagslegum áhrifum virkjunarkostanna.

PJ kynnti mat FH4 á efnahagslegu mikilvægi virkjunarkostanna.

3. Önnur mál

Engin