63. fundur verkefnisstjórnar 26.06.2024
Fundarfrásögn
63. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Tími: 26. júní 2024 kl. 14:00-15:00,
Staður: Teams
Mætt: Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Ólafur Adolfsson (ÓA)
Forföll:
UST: Agnes Þorkelsdóttir (AÞ)
Fundarfrásögn
1. Inngangur
Fundur settur.
2. Tveggja vikna samráði lokið
27 umsagnir bárust í tveggja vikna samráði um drög að tillögu að flokkun fimm virkjunarkosta, þ.e. Bolaöldu (nýting), Hamarsvirkjun (vernd), Skúfnavatnavirkjun (nýting), Tröllárvirkjun (nýting) og Hvanneyrardalsvirkjun (nýting). Farið yfir umsagnirnar og næstu skref rædd. Fundur skipulagður til að fara ítarlega yfir umsagnir sem bárust eftir 2 vikna samráð. Í millitíðinni fara fulltrúar verkefnisstjórnar vandlega yfir umsagnirnar.
3. Önnur mál
Engin.