64. fundur verkefnisstjórnar 01.07.2024
Fundarfrásögn
64. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Tími: 1. júlí 2024 kl. 13:00-18:00,
Staður: Umhverfisstofnun
Mætt: Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Ólafur Adolfsson (ÓA) Forföll:
UST: Agnes Þorkelsdóttir (AÞ)
Fundarfrásögn:
1. Inngangur
Fundur settur.
2. Umfjöllun um umsagnir við samráð um drög að flokkun fimm virkjunarkosta
Verkefnisstjórn fór yfir umsagnir sem bárust úr 2 vikna samráði á samráðsgátt um drög að flokkun virkjunarkostanna fimm, flokkaði umsagnirnar eftir innihaldi og ræddi inntak þeirra. Verkefnisstjórn setti upp tillögu að texta fyrir 12 vikna samráði um tillögu að flokkun virkjunarkostanna, sem verði samhljóða drögunum sem höfðu verið í 2 vikna samráði. Samráð um þá tillögu hefjist sem fyrst.
3. Önnur mál
Næsti fundur boðaður 14. ágúst að loknum sumarleyfum.