65. fundur verkefnisstjórnar, 14.08.2024

Fundarfrásögn

65. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Tími: 14. ágúst 2024 kl. 14:00-15:15,

Staður: Fjarfundur

Mætt: Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Ólafur Adolfsson (ÓA) Forföll:

UST: Katrín Sóley Bjarnadóttir (KSB)


Fundarfrásögn:

1. Inngangur

Fundur settur. Fyrsti fundur verkefnisstjórnar eftir sumarleyfi.

2. Fundargerðir

Farið yfir fundargerðir til samþykktar.

3. Skipulag vinnu framundan

Rætt um viðfangsefni framundan og skipulag vinnu verkefnisstjórnar í haust. Til umsagnar eru fimm virkjunarkostir og lýkur opna umsagnarferlinu um tillögu að flokkun þeirra seinnipart september. Næst eru svo til vinnslu hjá verkefnisstjórn vindorkuverkefni, þar sem unnar hafa verið rannsóknir á vegum faghópa. Jafnframt farið yfir þá aðra virkjunarkosti, sem skilgreindir hafa verið frá Orkustofnun til rammaáætlunar.

4. Önnur mál

KSB upplýsti um vinnu sem er í gangi hjá LMÍ og OS um gerð leiðbeininga fyrir virkjunaraðila varðandi gögn og framsetningu þeirra.