66. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 28.08.2024

Fundarfrásögn

66. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Tími: 28. ágúst 2024 kl. 14:00-16:00

Staður: Fjarfundur

Mætt: Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Ólafur Adolfsson (ÓA) Forföll: Ása L. Aradóttir (ÁLA) 

UST: Katrín Sóley Bjarnadóttir (KSB)

Fundarfrásögn: 

1. Inngangur

Farið yfir ýmis praktísk mál s.s. fundaskipulag og fundargerðir.

2. Virkjunarkostir til umfjöllunar hjá rammaáætlun

Farið yfir alla virkjunarkosti sem skilgreindir hafa verið frá Orkustofnun til verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Verkefnisstjórn vinnur að skipulagi á vinnu við greiningar á þeim og mun kalla eftir kynningu frá viðkomandi virkjunaraðilum á þeim virkjunarkostum sem ekki hafa þegar fengið kynningu fyrir verkefnisstjórn og faghópum.

3. Bætt þekking á menningarminjum

Verkefnisstjórn ræddi hvernig bæta megi þekkingu varðandi mat á áhrifum virkjunarkosta á menningarminjar og felur faghópi 1 að vinna að því.

4. Greinargerðir um aðferðafræði

Rædd drög að tveimur skýrslum um aðferðafræði rammaáætlunar, sem verið er að leggja lokahönd á.

5. Vindorkuverkefni

Til umfjöllunar eru tíu vindorkuverkefni, sem faghópar hafa rannsakað og metið. Verkefnisstjórn fjallaði um þessa virkjunarkosti og stöðu vinnu við mat á þeim.

6. Önnur mál

Engin.