68. fundur verkefnisstjórnar 25.09.2024

Fundarfrásögn

68. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Tími: 25.9.2024 kl. 13:00-16:00

Staður: Fjarfundur

Mætt: Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Ólafur Adolfsson (ÓA)

Forföll: Katrín Sóley Bjarnadóttir (KSB)-UST og Agnes Stefánsdóttir (AS)

1. Inngangur

Yfirferð fundargerða.

2. Staða umsagna í samráðsgátt

Verkefnisstjórn hefur verið með tillögur að flokkun 5 virkjunarkosta í opnu samráði í samráðsgátt stjórnvalda. Farið yfir innkomnar ábendingar á samráðsgáttinni, auk þeirra sem sendar höfðu verið þegar drög að sömu tillögum voru í samráði fyrr á árinu.

3. Vefsjá Landmælinga

Landmælingar hafa haldið áfram að þróa vefsjá, þar sem hægt er að sjá og kynna sér vindorkuverkefni til umfjöllunar í rammaáætlun. Þetta tæki er meðal annars hugsað til upplýsinga fyrir umsagnaraðila þegar kemur að umsagnarferli um þessi verkefni. Vefsjáin er þegar aðgengileg á meðfylgjandi slóð, þrátt fyrir að enn unnið sé að þróun hennar https://www.ramma.is/kortasja/

4. Mat á vindorkuverkefnum

Verkefnisstjórn hélt áfram yfirferð yfir vinnu faghópa við greiningar og rannsóknir á vindorkuverkefnum. Sú yfirferð mun halda áfram á næstu fundum.

5. Önnur mál

Engin