7. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga
Fundarfrásögn
7. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga
Staður: Háhyrna, Skuggasundi 1
Tími: 17. nóvember 2021 kl. 14:00-16:00
Mætt:
Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) (á fjarfundi) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).
UAR: Herdís Helga Schopka (HHS).
Gestir: Hafdís Hanna Ægisdóttir, Anna Dóra Sæþórsdóttir og Jón Ásgeir Kalmansson.
Dagskrá:
Inngangur
Staða vinnunnar
Formenn faghópa
Önnur mál
Fundarfrásögn:
Fundur settur kl. 14:00.
- Fundargerð síðasta fundar – frestað til næsta fundar.
- Vefur og gagnamál - frestað til næsta fundar.
- Rætt um tillögu formanns verkefnisstjórnar að formanni faghóps 4. Tillaga samþykkt.
- Framhald vinnunnar rætt.
- Aðkoma verkefnisstjórnar að störfum og aðferðafræði faghópa. Lagt er til að hver meðlimur setji sig sérstaklega vel inn í störf eins faghóps svo tryggt sé að verkefnisstjórn sé með djúpa þekkingu á aðferðafræði allra faghópanna. Ása og Agnes faghóp 1, Ólafur faghóp 2, Þórgnýr faghóp 3, Guðrún faghóp 4.
- Störf faghópa. Formenn faghópa 1, 2 og 3 komu á fundinn kl. 14:30 til skrafs og ráðagerða við verkefnisstjórn. Rætt um framhald vinnunnar, mönnun faghópa, samvinna faghópa og ýmislegt fleira varðandi störf hópanna.
- Önnur mál: Fleira var ekki rætt.
Fundi slitið kl. 16:00