79. fundur verkefnisstjórnar, 22.01.2025

Fundarfrásögn

79. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Tími: 22.1.2025 kl. 14:00-16:00

Staður: Fjarfundur

Mætt: Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA) og Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD). Formenn faghópa; FFH1-Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ), FFH2-Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og FFH4-Páll Jensson (PJ).

Forföll: Ólafur Adolfsson (ÓA)

UOS: Katrín Sóley Bjarnadóttir (KSB)

1. Inngangur.

Fundur settur

2. Fundur með nýjum umhverfis, orku og loftslagsráðherra.

Formaður verkefnisstjórnar fór yfir góðan fund sem hann átti með nýjum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, þar sem farið var yfir vinnu verkefnisstjórnar og verkefni hennar rædd.

3. Umsagnir um drög að flokkun vindorkukosta.

Farið yfir umsagnir sem hafa borist í Samráðsgátt um drög að tillögu að flokkun 10 vindorkukosta.

4. Formenn faghópa.

Formenn faghópa nr.1, 2 og 4 komu inn á fundinn og ræddu þá vinnu sem er framundan hjá hópunum og skipulag hennar. Formaður faghóps 3 var forfallaður, en kom upplýsingum til skila. 

5. Önnur mál.

Farið yfir skipulag vinnu verkefnisstjórnar.