8. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

8. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams fjarfundur

Tími: 24. nóvember 2021 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

UAR: Herdís Helga Schopka (HHS).

Gestur: Páll Jensson


Dagskrá:

  1. Inngangur

  1. Vefsíða - HHS

  1. Skipun formanna faghópa

  2. Formaður faghóps 4 (kl. 15:00) 

  3. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00. 

  1. Inngangur: 
    1. Áherslur verkefnisstjórnar til undirbúnings fundar með nýjum ráðherra ræddar. Þær eru að gera ráðherra grein fyrir stöðu og skipulagi á vinnu verkefnisstjórnar og kalla eftir leiðsögn þegar fyrir liggja áherslur í stjórnarsáttmála.
    2. Næstu fundir verkefnisstjórnar. 
      1. Fjarfundur 8.12.2021
      2. Stað- eða fjarfundur með nýjum ráðherra þegar þar að kemur, í UAR 
      3. Byrja svo aftur að hittast á 2ja vikna fresti, miðvikudag 12.01.2022 kl. 14-16 
  2. Málum undir lið nr. 2 frestað til næsta fundar.
  3. Skipun formanna faghópa. Formaður kynnti tillögu að texta skipunarbréfa. Starfsmanni verkefnisstjórnar falið að ganga endanlega frá bréfunum í samráði við formann verkefnisstjórnar og formenn faghópanna. 
  4. Formaður faghóps 4, Páll Jensson prófessor, kom á fundinn kl. 15:00. Páll fór stuttlega yfir sinn bakgrunn, sýn fyrir faghópinn og fyrri aðkomu sína að starfi við rammaáætlun. Starfssvið faghópanna rætt og fjallað um mikilvægi þess að setja fram aðferðafræði faghópanna á samræmdan hátt þannig að þær nýtist sem best við vinnu verkefnisstjórnar við röðun virkjanakosta. 
  5. Önnur mál: 
    1. Fleira var ekki rætt. 

Fundi slitið kl. 16:00