12. fundur, 23.10.2013

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og nýtingu orkusvæða

12. fundur, 23.10.2013, 10:00-13:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Elín R. Líndal (ERL), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Hildur Jónsdóttir (HJ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifar fundargerð.

  1. Fundur settur kl. 10:10.
  2. Fundargerð 11. fundar verkefnisstjórnar: Fram komu tillögur um minni háttar orðalagsbreytingar og var fundargerðin samþykkt með þeim breytingum.
  3. Faghópur um laxfiska í Þjórsá: Faghópur um laxfiska í Þjórsá var skipaður þann 22. október 2013 með skriflegu samþykki allra fulltrúa í verkefnisstjórn. Hópurinn er skipaður þeim Skúla Skúlasyni, Sigurði Má Einarssyni, Hilmari J. Malmquist og Sigurði Snorrasyni og hefur hann skilafrest til 31. október. Samkvæmt skipunarbréfi er hópurinn beðinn að „meta hvort fyrirliggjandi upplýsingar um áhrif virkjananna þriggja á laxfiska í Þjórsá hafi dregið nægjanlega mikið úr þeirri óvissu, sem leiddi til þess að virkjunarkostirnir voru færðir úr nýtingarflokki í biðflokk á sínum tíma, til þess að unnt sé að raða einhverjum þeirra eða öllum í nýtingarflokk á nýjan leik“. Rætt var á fundinum hvernig verkefnisstjórn myndi haga vinnulagi sínu eftir að niðurstöður faghópsins berast.
  4. ÓÖH yfirgaf fundinn kl. 11:00
  5. Skipun faghópa: SG lagði til að tekið verði saman það sem búið er að gera í þessu máli, þ.m.t. listi yfir nöfn sem hafa verið nefnd. Samþykkt var að leggja lista með nöfnum og fræðigreinum fyrir næsta fund. Bent var á að skilgreina þurfi faghóp III betur.
  6. Fundur með Samorku og öðrum: Fundur var haldinn 16. október 2013 í húsakynnum Orkustofnunar. Um 15 fulltrúar OS, Samorku og ýmissa orkufyrirtækja, auk SG, sátu fundinn. Ákveðið var á fundinum að framlengja til 1. desember nk. frest orkufyrirtækjanna til að skila til Orkustofnunar umsóknum um að verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar taki virkjunarkosti til umfjöllunar.
  7. Gestir á fundum verkefnisstjórnar næstu vikur: Fram kom að verkefnisstjórn þyrfti að huga að fundarhöldum með hagsmunaaðilum og öðrum þeim sem láta sig vinnu við rammaáætlun varða. Ákveðið var að verkefnisstjórn auglýsi eftir umsóknum um fundi og hefji undirbúning þess í nóvember. Auk þess var farið stuttlega yfir þá fundi sem þegar hefur verið óskað eftir. Lagt hefur verið til að verkefnisstjórn boði m.a. eftirtalda aðila á fund sinn:
    1. Sérfræðinga um loftmengun frá jarðhitavirkjunum, í ljósi nýlegrar rannsóknar um tengsl brennisteinsvetnismengunar og sölu á astmalyfjum á höfuðborgarsvæðinu.
    2. Sérfræðinga um niðurdælingu við jarðvarmavirkjanir.
    3. Fulltrúa UST til að kynna hvernig friðlýsingarferlið gengur og hvernig stofnunin sér fyrir sér næsta ár.
    4. Brynhildi Davíðsdóttur, dósent við HÍ, til að kynna skýrslu sína um verðmæti náttúrunnar.  
    5. Formann nefndar um mótun stefnu um lagningu raflína í jörð.
    6. Jón Vilhjálmsson til að kynna skýrsluna Þjóðhagslegt gildi uppbyggingar flutningskerfis Landsnets. 
    7. Höfund skýrslu um sjónræn áhrif línulagna.
  8. Næsti fundur: Ákveðið var að næsti fundur verði haldinn 05.11. kl. 10:15-13:00.
  9. Fundi slitið kl. 11:58.

Herdís H. Schopka