14. fundur, 13.11.2013
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og nýtingu orkusvæða
14. fundur, 13.11.2013, 09:30-11:40
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Elín R. Líndal (ERL), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Hildur Jónsdóttir (HJ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.
- Fundur settur kl. 09:30.
- Farið yfir stöðu mála: Í lok síðustu viku var send beiðni til Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Minjastofnunar Íslands og Ferðamálastofu um álit stofnananna á því hvort fyrirliggjandi gögn nægi til að flokka virkjunarkostina þrjá í neðri Þjórsá. Þessa álits er leitað í samræmi við 1.mgr. 10.gr. laga nr. 48/2011. Svara er að vænta fyrir lok vikunnar.
- Skipun faghópa: Á síðasta fundi var ákveðið að nálgast skipun í faghópa út frá fagsviðum. SG útbjó eyðublað yfir helstu fræðasvið sem þurfa að eiga fulltrúa í faghópunum og setti inn nöfn. Farið í gegnum tillögurnar. Töluverðar umræður spunnust um hugtakið „náttúruvernd sem nýting“.
- Önnur mál: Frestað til næsta fundar.
- Fundi slitið kl. 11:40.
Herdís H. Schopka