17. fundur, 28.11.2013
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og nýtingu orkusvæða
17. fundur, 28.11.2013, 13:00-16:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Guðni A. Jóhannesson (GAJ) varamaður Helgu Barðadóttur, Elín R. Líndal (ERL), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Hildur Jónsdóttir (HJ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.
- Fundur settur kl. 13:10.
- Greinargerð: Mestur hluti fundarins var nýttur til að ræða drög að greinargerð með drögum að tillögu um flokkun, sem HHS og SG höfðu skrifað eftir síðasta fund og sent á alla fulltrúa í verkefnisstjórn til yfirlesturs og athugasemda. Farið var yfir helstu athugasemdir við drögin og voru allir fundarmenn að ERL frátalinni sáttir við tillöguna efnislega.
- Vinnulag verkefnisstjórnar: Nokkrar umræður spunnust um vinnulag verkefnisstjórnar, einkum um það hvort verkefnisstjórn sé með kröfum sínum um gögn og upplýsingar komin inn á verksvið mats á umhverfisáhrifum (MÁU), þrátt fyrir að verkefnisstjórn vinni eðli málsins samkvæmt á skipulagsstigi en ekki framkvæmdastigi. Sem dæmi var nefnt hvort það eigi að vera í verkahring verkefnisstjórnar að taka ákvörðun um það hvaða markmið um fiskvernd séu ásættanleg. SG lýsti þeirri skoðun sinni að verkefnisstjórn hafi fundið sig tilneydda til að fara inn á verksvið MÁU, enda sé ekki hægt að nýta það verklag verkefnisstjórnar sem lýst er í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun til að leysa það verkefni sem verkefnisstjórninni var fengið á liðnu sumri. Einnig lýsti hann þeirri skoðun sinni að mikið af þeim upplýsingum sem verkefnisstjórn hefur fengið í vinnu sinni fram að þessu sé þess eðlis að verkefnisstjórnin geti ekki tekið afstöðu til þeirra, enda sé það ekki í verkahring verkefnisstjórnar að taka afstöðu til þeirra álitamála sem heyri til mats á umhverfisáhrifum. ERL benti á það geti aldrei verið neikvætt að hafa aðgang að meiri gögnum en minni, og persónulega hafi henni fundist mjög mikilvægt að hafa greiðan aðgang að öllum þeim gögnum sem kallað hafi verið eftir.
- ÓÖH fer af fundi kl. 15:10.
- Orðalag: Orðalag greinargerðarinnar var rætt enn frekar. ÞEÞ gerði athugasemdir við síðasta hluta kaflans um niðurstöðu verkefnisstjórnarinnar, þar sem taldir eru upp punktar um hvaða upplýsingar þurfi að liggja fyrir til að hægt verði að taka afstöðu til Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar. Að hennar mati þyrfti sá listi að vera ítarlegri og sagðist hún ætla að leggja fram bókum við greinargerð verkefnisstjórnarinnar þar um.
- Umsagnarferli: HHS falið að sjá um fyrra umsagnarferlið með aðstoð ráðuneytisins.
- Drög að reglugerð og umsögn verkefnisstjórna um hana: Frestað til næsta fundar.
- Fundi slitið kl. 15:40.
Herdís H. Schopka