22. fundur, 28.02.2014

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og nýtingu orkusvæða

22. fundur, 28.02.2014, 10:00-12:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Elín R. Líndal (ERL), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

Fjarverandi: Hildur Jónsdóttir hafði boðað forföll. Ekki náðist í varamann hennar.

  1. Fundur settur kl. 10:15. 
  2. Álitaefni í tengslum við auglýsingu Orkustofnunar frá 1. október 2013: SG kynnti bréf UAR til verkefnisstjórnar, með áliti UAR á tilteknum álitaefnum sem komu upp í kjölfar auglýsingar Orkustofnunar og rædd voru á 20. fundi verkefnisstjórnarinnar, svo sem hvað varðar lagalega stöðu þeirra kosta sem raðað var í orkunýtingarflokk eða verndarflokk í 2. áfanga og eru komnir inn aftur til meðferðar og þá spurningu hverjir geti sent beiðni til Orkustofnunar um að tiltekinn virkjunarkostur verði tekinn til umfjöllunar. Verkefnisstjórnin telur bréf UAR fela í sér afar gagnlegar skýringar á þessum álitaefnum. 
  3. Reglugerð um virkjunarkosti: Reglugerðin er á lokastigi en beðið er athugasemda frá ANR. 
  4. Starfsreglur verkefnisstjórnar: HHS lagði fram frumdrög í reglugerðarformi. Samþykkt var að fela SG að vinna ítarlegri drög og senda þau til annarra fulltrúa í vstj með nokkrum fyrirvara fyrir næsta fund. 
  5. Vefur og einkennismerki: Tillögur Hugsmiðjunnar að einkennismerki og litaspjaldi voru samþykktar. HHS lýsti stuttlega vinnu við nýja vefinn, sem er komin á fullt skrið.  
  6. Önnur mál: SG kynnti bréf Orkustofnunar til Orkubús Vestfjarða (afrit sent til vstj) varðandi Glámuvirkjun. Sá virkjunarkostur nær að hluta yfir friðað svæði og því má ekki taka hann til umfjöllunar hjá vstj. Kosturinn er í biðflokki eftir RÁ2. Sú flokkun virðist hafa verið á misskilningi byggð því að áhrifasvæði kostsins er að verulegu leyti innan friðlýsts svæðis.  
  7. Næsti fundur verkefnisstjórnar verður föstudaginn 7. mars kl. 14:15, þegar Jörg Hartmann, sérfræðingur kynnir alþjóðlegan sjálfbærnilykil fyrir vatnsaflsvirkjanir, en Jörg er staddur hérlendis á vegum Landsvirkjunar. Þarnæsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 20. mars kl. 10-16 að loknu umsagnarferli vegna tillögu verkefnisstjórnar um virkjanir í neðri hluta Þjórsár 
  8. Fundi slitið kl. 11:32. 

Herdís H. Schopka