23. fundur, 07.03.2014
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og nýtingu orkusvæða
23. fundur, 07.03.2014, 14:15-16:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.
Fjarverandi: Elín R. Líndal boðaði forföll og varamaður hennar komst ekki á fundinn. Hildur Jónsdóttir boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann hennar á fundinn. Ólafur Örn Haraldsson boðaði forföll vegna veðurs.
Gestir: Jörg Hartmann (JH) ráðgjafi, Jón Ingimarsson (JI) og Ragnheiður Ólafsdóttir (RÓ), bæði frá Landsvirkjun.
- Fundur settur kl. 14:20.
-
Gestir fundarins lýstu Hydropower Sustainability Assessment Protocol (HSAP, sjálfbærnilykill fyrir vatnsafl): JH leiddi umræður um HSAP. Fundurinn fór fram á ensku. Umræðuefnið í hnotskurn:
- Fá lönd hafa unnið rammaáætlanir um nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda.
- Hvaða viðmið eru notuð í RÁ? Hvernig var ákveðið hvaða viðmið ætti að nota?
- Hvernig er gögnum safnað?
- JI lýsti aðkomu Landsvirkjunar að sjálfbærnilyklinum. Landsvirkjun vinnur að því að kynna lykilinn og vekja athygli á því að hann er enn í mótun.
- Rætt var hvernig megi aðlaga sjálfbærnilykilinn fyrir vatnsafl að RÁ (lögum og verkferlum), einkum með þann möguleika í huga að nýta frumstig lykilsins (e. Early stage assessment tool). Fundarmenn voru sammála um að ferlið þurfi að breytast þannig að meiri samvinna/samræður eigi sér stað milli virkjanaaðila og annarra hagsmunaaðila.
- JH benti á að lítið sem ekkert efni væri til um íslensku rammaáætlunina á ensku. Þessu þyrfti að breyta.
- Fundi slitið kl. 16:15.
Herdís H. Schopka