26. fundur, 15.04.2014

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

26. fundur, 15.04.2014, 13:00-15:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Elín R. Líndal (ERL), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

Fjarverandi: Hildur Jónsdóttir (HJ) hafði boðað forföll og ekki náðist í varamann hennar.

  1. Fundur settur kl. 13:08. 
  2. Reglugerð um virkjunarkosti: Staðan er í öllum aðalatriðum óbreytt frá því sem var á síðasta fundi. Verkefnisstjórn telur afar brýnt að reglugerðin verði sett sem fyrst. 
  3. Starfsreglur verkefnisstjórnar: Formaður lagði fram drög að starfsreglum. Drögin voru rædd og formanni og HHS falið að vinna áfram að málinu fram að næsta fundi. 
  4. Skipun faghópa: Gengið var frá skipunarbréfum fyrir fulltrúa í faghópum I og II. 
    1. Skúli Skúlason, prófessor, Háskólanum á Hólum, formaður, 
    2. Ása Lovísa Aradóttir, prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands, 
    3. Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur, Fornleifastofnun Íslands, 
    4. Gísli Már Gíslason, prófessor, Háskóla Íslands, 
    5. Kristján Jónasson, sviðsstjóri, Náttúrufræðistofnun, 
    6. Sólborg Una Pálsdóttir, verkefnastjóri, Minjastofnun, Sauðárkróki, 
    7. Sólveig Pétursdóttir, verkefnastjóri, Matís, 
    8. Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, 
    9. Þorvaldur Þórðarson, prófessor, Háskóla Íslands og 
    10. Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. 
    11. Í faghóp I voru skipuð: 
      • Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent, Háskóla Íslands, formaður, 
      • Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri AGMOS ehf., 
      • Áki Karlsson, þjóðfræðingur, Landsbókasafni Íslands, 
      • Einar Torfi Finnsson, landmótunarfræðingur, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum ehf., 
      • Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri, Veiðimálastofnun, 
      • Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent, Landbúnaðarháskóla Íslands, 
      • Sigrún Valbergsdóttir, fararstjóri og leiðsögumaður, 
      • Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur, Náttúrustofu Norðausturlands og 
      • Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, Landgræðslu ríkisins. 
    12. Í faghóp II voru skipuð: 
  5. Næsti fundur var ákveðinn þriðjudaginn 6. maí kl. 14-16. 
  6. Fundi slitið kl. 15:00. 

Herdís H. Schopka