29. fundur, 27.05.2014

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

29. fundur, 27.05.2014, 08:10-10:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Elín R. Líndal (ERL), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

Fjarverandi: Hildur Jónsdóttir (HJ). Ekki vannst tími til að hafa samband við varamann hennar.

  1. Fundur settur kl. 08:23. 
  2. Reglugerð um virkjunarkosti: HHS upplýsti um gang mála. Drög að reglugerðinni eru nú til lokameðferðar í UAR. Verkefnisstjórn leggur áherslu á að reglugerðin verði sett sem fyrst. 
  3. Starfsreglur verkefnisstjórnar: Formaður lagði fram uppfærð drög að starfsreglum og voru þau rædd. Eftir fundinn mun SG senda uppfært skjal til HHS með endanlegum tillögum verkefnisstjórnar til ráðherra. HHS var falið að koma tillögunum formlega áleiðis innan ráðuneytisins. 
  4. Erindi frá SAF: Borist hafði ályktun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), þar sem verkefnisstjórn er hvött til að taka svæði í núverandi verndarflokki ekki til endurskoðunar í þriðja áfanga rammaáætlunar. Bréfið var lagt fram og rætt. 
  5. Listi yfir virkjunarkosti frá Orkustofnun: Rætt var um hvaða atriða ætti að taka tillit til við hugsanlega forgangsröðun virkjunarkosta til umfjöllunar, komi til þess að ekki verði unnt að fjalla um alla kostina. 
  6. Næsti fundur var ákveðinn miðvikudaginn 11. júní kl. 8:10-10:00. 
  7. Fundi slitið kl. 09:55.

 

Herdís H. Schopka