30. fundur, 11.06.2014
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
30. fundur, 11.06.2014, 08:10-10:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Elín R. Líndal (ERL), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.
Fjarverandi: Hildur Jónsdóttir (HJ). Ekki vannst tími til að hafa samband við varamann hennar.
- Fundur settur kl. 08:28.
- Fundargerð síðasta fundar rædd og samþykkt.
- Reglugerð um virkjunarkosti: Ráðherra hefur undirritað reglugerðina og var hún send til flýtibirtingar í Stjórnartíðindum þann 6. júní.
- Erindi frá Landvernd: Landvernd sendi verkefnisstjórn ályktun aðalfundar frá 5. apríl sl. þar sem verkefnisstjórn er hvött til að taka svæði í núverandi verndarflokki ekki til endurskoðunar í þriðja áfanga rammaáætlunar. Bréfið var lagt fram og rætt.
-
Vinnan framundan:
- Skv. upplýsingum sem komu fram í umsögn Orkustofnunar við endanleg drög að reglugerð um virkjunarkosti (sjá ofar) er endanlegur listi yfir virkjunarkosti frá stofnuninni væntanlegur eftir u.þ.b. fjóra mánuði, eða í september/október á þessu ári.
- Verkefnisstjórn ákvað að fara í vettvangsferð í vikunni 11.-15. ágúst nk, til að fræðast betur um staðhætti og náttúrufar á Norðurlandi. Drög að leiðarlýsingu voru rædd á fundinum. HHS falið að fullgera leiðarlýsinguna og sjá um skipulagningu ferðarinnar.
- Önnur verkefni rædd sem hægt væri að sinna fram að því að endanlegur listi liggi fyrir. Má þar nefna upplýsingaöflun um heilsufarsleg áhrif jarðvarmavirkjana, línulagnir, vindorku og sjálfbærni.
- Næsti fundur verður haldinn í vettvangsferð í ágúst.
- Fundi slitið kl. 09:50.
Herdís H. Schopka