30. fundur, 11.06.2014

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

30. fundur, 11.06.2014, 08:10-10:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Elín R. Líndal (ERL), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

Fjarverandi: Hildur Jónsdóttir (HJ). Ekki vannst tími til að hafa samband við varamann hennar.

  1. Fundur settur kl. 08:28. 
  2. Fundargerð síðasta fundar rædd og samþykkt. 
  3. Reglugerð um virkjunarkosti: Ráðherra hefur undirritað reglugerðina og var hún send til flýtibirtingar í Stjórnartíðindum þann 6. júní. 
  4. Erindi frá Landvernd: Landvernd sendi verkefnisstjórn ályktun aðalfundar frá 5. apríl sl. þar sem verkefnisstjórn er hvött til að taka svæði í núverandi verndarflokki ekki til endurskoðunar í þriðja áfanga rammaáætlunar. Bréfið var lagt fram og rætt. 
  5. Vinnan framundan: 
    1. Skv. upplýsingum sem komu fram í umsögn Orkustofnunar við endanleg drög að reglugerð um virkjunarkosti (sjá ofar) er endanlegur listi yfir virkjunarkosti frá stofnuninni væntanlegur eftir u.þ.b. fjóra mánuði, eða í september/október á þessu ári. 
    2. Verkefnisstjórn ákvað að fara í vettvangsferð í vikunni 11.-15. ágúst nk, til að fræðast betur um staðhætti og náttúrufar á Norðurlandi. Drög að leiðarlýsingu voru rædd á fundinum. HHS falið að fullgera leiðarlýsinguna og sjá um skipulagningu ferðarinnar. 
    3. Önnur verkefni rædd sem hægt væri að sinna fram að því að endanlegur listi liggi fyrir. Má þar nefna upplýsingaöflun um heilsufarsleg áhrif jarðvarmavirkjana, línulagnir, vindorku og sjálfbærni. 
  6. Næsti fundur verður haldinn í vettvangsferð í ágúst. 
  7. Fundi slitið kl. 09:50.


Herdís H. Schopka