35. fundur, 17.12.2014
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
35. fundur, 17.12.2014, 10:00-16:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) (mætti kl. 11), Guðjón Bragason (GB) (mætti kl. 11:30) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.
Fjarverandi: Elín R. Líndal (ERL) var veðurteppt fyrir norðan.
Gestir úr faghópum: Anna Dóra Sæþórsdóttir, Anna G. Sverrisdóttir, Guðni Guðbergsson, Sigrún Valbergsdóttir, Skúli Skúlason, Sólveig K. Pétursdóttir, Gísli Már Gíslason.
Gestir, fyrirlesarar: Birna B. Árnadóttir og Rut Kristinsdóttir frá Skipulagsstofnun, Margrét Arnardóttir og Helgi Jóhannesson frá Landsvirkjun, Brynhildur Davíðsdóttir prófessor við HÍ, Gunnar Gunnarsson frá Orkuveitu Reykjavíkur, Jón Ólafsson prófessor emeritus við HÍ og Ingvi Már Pálsson frá ANR.
- Fundur settur kl. 10:09.
-
Kynningar sérfræðinga:
- Skipulagsmál og vindorka: Birna B. Árnadóttir frá Skipulagsstofnun sagði frá vinnu skipulagsstofnunar að skipulagi vegna vindorku og fór yfir stöðu vindorku í íslenskum lögum og regluverki. Kynning.
- Umhverfismat áætlana: Rut Kristinsdóttir frá Skipulagsstofnun sagði frá umhverfismati áætlana og hvernig skuli standa að slíku í tengslum við rammaáætlun. Kynning.
- Vindorka: Margrét Arnardóttir kynnti vinnu Landsvirkjunar að uppbyggingu vindorku. Kynning. Upptaka á YouTube.
- Sjálfbær þróun og orkukerfi: Brynhildur Davíðsdóttir prófessor við HÍ kynnti. Kynning. Upptaka á YouTube.
- Niðurdæling við jarðhitavirkjanir: Gunnar Gunnarsson frá Orkuveitu Reykjavíkur sagði frá rannsóknum og tilraunum með niðurdælingu jarðhitavatns og helstu niðurstöðum þeirra. Kynning. Upptaka á YouTube.
- Virkjanir í jökulám og áhrif þeirra á lífríki á grunnslóð: Jón Ólafsson prófessor emeritus sagði frá rannsóknum sínum á þessu sviði. Kynning. Upptaka á YouTube.
- Stefna um lagningu raflína í jörð: Ingvi Már Pálsson frá ANR sagði frá. Kynning. Upptaka á YouTube.
- Sæstrengur: Erindi Ingva Más Pálssonar frá ANR um raforkusæstreng var frestað fram yfir áramót vegna tímaskorts.
- Fundi slitið kl. 16:12.
Herdís H. Schopka