40. fundur, 18.02.2015

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

40. fundur, 18.02.2015, 13:00-17:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

 Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Elín R. Líndal (ERL), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH)  og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

  1. Fundur settur kl. 13:25.    
  2. Forgangsröðun virkjunarkosta til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn: Álit UAR um forgangsröðun liggur ekki fyrir. Samþykkt var að fela faghópum að hefja umfjöllun um eftirtalda 17 virkjunarkosti:   
    1. R3107C Skatastaðavirkjun C    
    2. R3107D Skatastaðavirkjun D    
    3. R3108A Villinganesvirkjun    
    4. R3109A Fljótshnúksvirkjun    
    5. R3110A Hrafnabjargavirkjun A    
    6. R3110B Hrafnabjargavirkjun B    
    7. R3110C Hrafnabjargavirkjun C    
    8. R3119A Hólmsárvirkjun – án miðlunar  
    9. R3121A Hólmsárvirkjun neðri við Atley    
    10. R3126A Skrokkölduvirkjun    
    11. R3129A Hvammsvirkjun    
    12. R3130A Holtavirkjun    
    13. R3131A Urriðafossvirkjun    
    14. R3139A Hagavatnsvirkjun   
    15. R3157A Austurgilsvirkjun    
    16. R3265A Trölladyngja    
    17. R3267A Austurengjar, Krísuvík                                 
    • Samþykkt var að fresta ákvörðun um forgangsröðun þeirra 18 virkjunarkosta sem standa eftir af lista Orkustofnunar frá 21. janúar sl.    
  3. Gagnakröfur vegna mats á virkjunarkostum: Á síðasta fundi var formanni falið að vinna drög að gátlista um nauðsynleg gögn út frá viðföngum í 2. áfanga. Formaður hafði samráð við formenn faghópa um verkið og lágu drögin nú fyrir til umfjöllunar. Gátlistinn var ræddur og gerðar á honum nokkrar breytingar. Samþykkt var að fela formanni að uppfæra listann í samræmi við fram komnar athugasemdir, bera hann undir formenn faghópa og leggja svo listann fram á næsta fundi verkefnisstjórnar sem hluta af endurskoðuðum drögum að starfsreglum verkefnisstjórnar. Rætt var hvernig og að hve miklu leyti unnt væri að skilgreina hvenær gæði gagna teldust fullnægjandi.    
  4. Undirbúningur að skipan faghóps 3: Jón Ásgeir Kalmansson hefur unnið að því með aðstoð Helgu Ögmundardóttur, mannfræðings og lektors við HÍ, og Þórodds Bjarnasonar, félagsfræðings og prófessors við HA að leggja drög að aðferðafræði sem nýtast mætti við mat á samfélagslegum þáttum. Þau hafa haldið þrjá fundi þar sem þau hafa greint viðfangsefnið og reynt að átta sig á því hvernig sé best að standa að mati á samfélagsáhrifum virkjana. Hópurinn mun hittast á löngum vinnufundi dagana 3. og 4. mars og ganga frá endanlegri skýrslu og tillögum. Líklegt má telja að niðurstöður þeirrar vinnu gefi tilefni til að skipa faghóp um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarframkvæmda.    
  5. Önnur mál:   
    1. Vettvangsferð: Rætt var um að fara í vettvangsferð á sumri komanda til að heimsækja þau fyrirhuguðu virkjunarsvæði sem verkefnisstjórn hefur ekki náð að kynna sér. Faghópar hyggja einnig á vettvangsferðir í sumar. Samþykkt var að leita að heppilegustu tímasetningu vettvangsferðar og kanna hvort samnýta mætti ferðir með faghópum.   
    2. Umhverfismat áætlana: Fram kom að formaður hefði tekið málið upp við forstjóra Skipulagsstofnunar og að fyrirhugaður væri fundur þeirra tveggja til frekari undirbúnings þessa verkþáttar.   
    3. Tímalína verkefnisstjórnar: Fram kom að vinna væri að hefjast í UAR við nákvæma skilgreiningu lykildagsetninga í vinnu verkefnisstjórnar næstu tvö ár.     
  6. Fundi slitið kl. 15:30.


Herdís H. Schopka