41. fundur, 27.02.2015
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
41. fundur, 27.02.2015, 10:00-12:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Elín R. Líndal (ERL), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.
- Fundur settur kl. 10:25.
- Fundur með atvinnuveganefnd Alþingis: Verkefnisstjórn var á fundi með atvinnuveganefnd Alþingis fyrr um morguninn þar sem rætt var um fyrirhugaða breytingatillögu meirihluta nefndarinnar við tillögu umhverfisráðherra til þingsályktunar, þess efnis að Hvammsvirkjun verði færð í nýtingarflokk, svo og um frávísunartillögu minnihluta nefndarinnar.
- Vettvangsferð verkefnisstjórnar: Rætt var um hugsanlegar dagsetningar og áfangastaði fyrir vettvangsferð verkefnisstjórnar á sumri komanda. Ákveðið var að stefna að því að ferðin verði farin á tímabilinu 10.-14. ágúst. Hugsanlegir áfangastaðir eru virkjunarkostir á NA- og Austurlandi, suðvestan Vatnajökuls og á Vestfjörðum.
- Gagnaafhending hjá Orkustofnun: HJ, ÓÖH og HHS fóru á fund Orkustofnunar föstudaginn 20. febrúar sl. þar sem Orkustofnun afhenti formlega minniskubb með gögnum um 33 virkjunarkosti til viðbótar við þá 50 sem afhentir voru 20. janúar.
-
Forgangsröðun virkjunarkosta: Formaður lagði til að þeim 33 virkjunarkostum sem nú liggja fyrir verði forgangsraðað með sama hætti og fyrri kostum, sbr. fundargerðir 39. og 40. fundar verkefnisstjórnar. Samþykkt var að hafa þennan hátt á. Í samræmi við það var samþykkt að:
-
Fela faghópum að hefja umfjöllun um eftirtalda 7 virkjunarkosti:
- R3134A Búðartunguvirkjun
- R3140A Búlandsvirkjun
- R3141A Stóra-Laxá
- R3273A Innstidalur
- R3275A Þverárdalur
- R3291A Hágönguvirkjun
- R3296A Fremrinámar
-
Verkefnisstjórn taki afstöðu til þess hvort eftirtaldir tveir virkjunarkostir til viðbótar skuli teknir til umfjöllunar að fenginni umsögn faghópa 1 og 2:
- R3200B Gjástykki
- R3271A Hverahlíð
-
Þar sem forsendur eru óbreyttar í öllum aðalatriðum hvað varðar eftirtalda 4 virkjunarkosti og landsvæði í orkunýtingarflokki verði þeir ekki teknir til umfjöllunar í 3. áfanga og verði þar af leiðandi áfram í orkunýtingarflokki:
- R3269A Meitillinn
- R3270A Gráuhnúkar
- R3297A Bjarnarflagsvirkjun
- R3298A Kröfluvirkjun
-
Þar sem forsendur eru óbreyttar í öllum aðalatriðum hvað varðar eftirtalda 9 virkjunarkosti og landsvæði í verndarflokki verði þeir ekki teknir til umfjöllunar í 3. áfanga og verði þar af leiðandi áfram í verndarflokki.
- R3114A Djúpárvirkjun
- R3123B Markarfljótsvirkjun B
- R3133A Bláfellsvirkjun
- R3274A Bitra
- R3277A Grændalur
- R3279A Hverabotn
- R3280A Neðri-Hveradalir
- R3281A Kisubotnar
- R3282A Þverfell
-
Umræðu um hugsanlega forgangsröðun þeirra 11 virkjunarkosta sem eftir standa verði frestað. Þetta gildir um eftirtalda virkjunarkosti:
- R3115A Hverfisfljótsvirkjun
- R3135A Haukholtavirkjun
- R3137A Hestvirkjun
- R3146A Hafralónsá efra þrep
- R3147A Hafralónsá neðra þrep
- R3148A Hofsárvirkjun
- R3149A Hraunavirkjun til Suðurdals í Fljótsdal
- R3150A Hraunavirkjun til Berufjarðar
- R3151A Kaldbaksvirkjun
- R3155A Núpsárvirkjun
- R3208A Sköflungur
-
Orkustofnun hefur nú afhent verkefnisstjórn rammaáætlunar fullfrágengin gögn um 81 virkjunarkost. Samkvæmt framangreindri samþykkt og eftir afgreiðslu 39. og 40. fundar verkefnisstjórnar er staða þessara virkjunarkosta sem hér segir:
- 24 virkjunarkostir hafa verið afhentir faghópum til umfjöllunar
- 5 virkjunarkostir bíða umsagnar faghópa um breytingar frá R2
- 10 virkjunarkostir í orkunýtingarflokki verða þar áfram án frekari umfjöllunar
- 13 virkjunarkostir í verndarflokki verða þar áfram án frekari umfjöllunar
- 29 virkjunarkostir bíða ákvörðunar um umfjöllun
- Miðað við þær upplýsingar sem komu fram á fundi með Orkustofnun 20. febrúar 2015 má ætla að gögn muni berast um þrjá virkjunarkosti til viðbótar, þ.e. R3276A Ölfusdalsvirkjun og tvo vindorkukosti.
-
Fela faghópum að hefja umfjöllun um eftirtalda 7 virkjunarkosti:
- Starfsreglur: Formaður lagði fram endurskoðuð drög að starfsreglum verkefnisstjórnar í samræmi við samþykkt síðasta fundar. Verkefnisstjórn samþykkti drögin og fól formanni að ganga frá endanlegum texta til afgreiðslu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
- Önnur mál - fjármál og ráðstöfunarfé til rannsókna: Fram kom að vonir stæðu til að í næstu viku yrði orðið ljóst hversu mikið fé verði aflögu til rannsókna á þessu ári. Brýnt er að fá sem fyrst tillögur faghópa um brýnustu rannsóknir. Þá kom fram að nákvæm tímalína væri í vinnslu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Verkefnisstjórn væntir þess að hún verði tilbúin fyrir næsta fund.
- Fundi slitið kl. 11:55.
Herdís H. Schopka