45. fundur, 15.04.2015
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
45. fundur, 15.04.2015, 13:00-16:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.
- Fundur settur kl. 13:10.
- Fundargerðir faghópa: Fundargerðir frá fundum nr. 6 og 7 í faghópi 2 voru lagðar fram.
- Skipun faghóps 3: Minnisblað formanns var lagt fyrir fundinn ásamt athugasemdum Jóns A. Kalmanssonar. Töluverðar umræður spunnust um hugsanlega aðferðafræði hópsins og hinar ýmsu áskoranir tengdar því að meta samfélagsleg áhrif virkjana. Ákveðið var á fundinum að skipa formlegan faghóp og láta á þetta reyna. Minnisblað verkefnisstjórnar verður lagt til grundvallar skipaninni. Stefnt er að því að ganga frá skipaninni á næsta fundi verkefnisstjórnar.
- Tímalína: Lögð voru fyrir fundinn drög að tímalínu fyrir framhald vinnunnar við 3. áfanga rammaáætlunar. Miðað er við að verkefnisstjórn skili tillögum sínum til ráðherra 1. september 2016. Verkefnisstjórn samþykkti drögin með minni háttar breytingum. Drögin verða birt á vef rammaáætlunar að undangengnum lokafrágangi og samráði við formenn faghópa.
- Fundaáætlun verkefnisstjórnar næstu mánuði: Fundir í maí og júní verða sem hér segir: Miðvikudag 13/5 kl. 10-13, miðvikudag 27/5 kl. 9-12 og þriðjudag 30/6 kl. 10-14.
- Ensk útgáfa heimasíðunnar: Formaður lagði til að fengin yrði fagmanneskja í þýðingum til að þýða tiltekinn hluta efnis á vef rammaáætlunar á ensku, m.a. m.t.t. þess að nokkuð er um fyrirspurnir frá enskumælandi fólki. Samþykkt var að láta þýða helstu upplýsingar á ensku og var starfsmanni var falið að leiða það mál til lykta.
- Önnur mál: Engin.
- Fundi slitið kl. 15:05.
Herdís H. Schopka