51. fundur, 01.10.2015

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

51. fundur, 01.10.2015, 13:00-17:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

 

  1. Fundur settur kl. 13:39.
  2. Fundur með atvinnuveganefnd Alþingis 24. september sl. Formaður greindi frá fundi í atvinnuveganefnd Alþingis sem hann sótti 24. september síðastliðinn.
  3. Svör við andmælabréfum Orkustofnunar og virkjunaraðila: Formaður kynnti fyrirliggjandi drög að svarbréfum til Orkustofnunar og virkjunaraðila. Verkefnisstjórn samþykkti drögin með lítils háttar breytingum og fól formanni að ganga frá þeim til sendingar.
  4. Faghópur um hagræna þætti: Fram kom að ekki hefði tekist að ljúka við skipun faghóps 4, en formaður hefur rætt við aðila sem er hugsanlega tilbúinn að taka að sér formennsku í hópnum. Rædd voru önnur nöfn sem koma til greina sem fulltrúar í hópnum.
  5. Fundaáætlun næstu vikna: Næstu fundir verkefnisstjórnar verða 7. október (52. fundur), 14. október (53. fundur) og 28. október (54. fundur).
  6. Önnur mál: Samþykkt var að stefna að því að hafa opna kynningu á störfum verkefnisstjórnar á næstu vikum.
  7. Fundi slitið kl. 15:45.

 

Herdís H. Schopka