51. fundur, 01.10.2015
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
51. fundur, 01.10.2015, 13:00-17:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.
- Fundur settur kl. 13:39.
- Fundur með atvinnuveganefnd Alþingis 24. september sl. Formaður greindi frá fundi í atvinnuveganefnd Alþingis sem hann sótti 24. september síðastliðinn.
- Svör við andmælabréfum Orkustofnunar og virkjunaraðila: Formaður kynnti fyrirliggjandi drög að svarbréfum til Orkustofnunar og virkjunaraðila. Verkefnisstjórn samþykkti drögin með lítils háttar breytingum og fól formanni að ganga frá þeim til sendingar.
- Faghópur um hagræna þætti: Fram kom að ekki hefði tekist að ljúka við skipun faghóps 4, en formaður hefur rætt við aðila sem er hugsanlega tilbúinn að taka að sér formennsku í hópnum. Rædd voru önnur nöfn sem koma til greina sem fulltrúar í hópnum.
- Fundaáætlun næstu vikna: Næstu fundir verkefnisstjórnar verða 7. október (52. fundur), 14. október (53. fundur) og 28. október (54. fundur).
- Önnur mál: Samþykkt var að stefna að því að hafa opna kynningu á störfum verkefnisstjórnar á næstu vikum.
- Fundi slitið kl. 15:45.
Herdís H. Schopka