53. fundur, 28.10.2015
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
53. fundur, 28.10.2015, 10:30-12:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.
- Fundur settur kl. 10:40.
- Kynningarfundur verkefnisstjórnar 4. nóvember: Ákveðið hefur verið að verkefnisstjórn standi fyrir kynningarfundi í Þjóðminjasafni miðvikudaginn 4. nóvember nk. Á fundinum mun starf verkefnisstjórnar og faghópa verða kynnt og eftir þær kynningar verða almennar umræður. Fundurinn hefst kl. 14 og áætlað er að hann standi til 15:30.
- Aukaverkefni verkefnisstjórnar samkvæmt erindisbréfi: Í framhaldi af umræðum á síðasta fundi hafði formaður haft samband við nokkra aðila varðandi kynningar á einstökum viðfangsefnum, svo sem nýtingarhlutfalli jarðhita til raforkuframleiðslu, áhrifum brennisteinsvetnis í lofti á lýðheilsu og stærðarmörk virkjunarkosta til umfjöllunar. Þá hafði formaður tekið saman stutt minnisblað um nýtingu vindorku, líforku og sjávarfallaorku til raforkuframleiðslu. Á fundinum var gerð nánari grein fyrir stöðu þessara mála og frekari vinna við þau rædd.
-
Fundaáætlun næstu vikna: Gengið var frá áætlun um fundi verkefnisstjórnar til áramóta. Fundir verða sem hér segir:
- 54. fundur verður haldinn fimmtudaginn 12. nóv. kl. 13-16
- 55. fundur verður haldinn mánudaginn 23. nóv. kl. 13-16
- 56. fundur verður haldinn 2. eða 3. des. Nánar ákveðið síðar
- 57. fundur verður haldinn miðvikudaginn 16. des. kl. 13-16
- Norðurhálsar/Hverahlíð: Í framhaldi af samþykkt 49. fundar verkefnisstjórnar hafði borist álit faghóps 1 þar sem staðfest er að holur sem skáboraðar hafa verið út frá Hverahlíðarvirkjun séu innan virkjunarsvæðis Hverahlíðarvirkjunar eins og það var afmarkað í 2. áfanga rammaáætlunar. Samþykkt var að fela formanni að senda virkjunaraðilanum erindi með staðfestingu á þessu.
- Önnur mál: Samþykkt var að taka vinnulag verkefnisstjórnar við úrvinnslu á niðurstöðum faghópa til umræðu á einhverjum næstu funda verkefnisstjórnar. Faghópar munu skila niðurstöðum sínum 17. febrúar 2016.
- Fundi slitið kl. 11:58.
Herdís H. Schopka