58. fundur, 26.01.2016

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

58. fundur, 26.01.2016, 13:00-17:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

Gestir: Anna Dóra Sæþórsdóttir og Daði Már Kristófersson, formenn faghópa 2 og 4, sátu fundinn kl. 14.30-15.00.

  1. Fundur settur kl. 13:15.
  2. Kynningarfundir verkefnisstjórnar í apríl: Ákveðið var að kynningarfundir verkefnisstjórnar vegna draga að tillögum að flokkun virkjunarkosta verði haldnir á Selfossi, Kirkjubæjarklaustri, Stórutjörnum, Akureyri, Varmahlíð, Nauteyri, Grindavík og Reykjavík. Starfsmanni var falið að vinna áfram að kostnaðaráætlun og öðrum undirbúningi fundanna.
  3. Fundargerðir faghópa: Fundargerðir nr. 8-12 frá faghópi 3 voru lagðar fyrir fundinn. Fundargerðirnar liggja fyrir á vefsvæði rammaáætlunar.
  4. Staðan í vinnu faghópa: Formaður verkefnisstjórnar fór lauslega yfir helstu atriði sem fram komu á fundi hans með formönnum faghópa 25. janúar.
  5. Aðferðafræði við lokafrágang: Anna Dóra Sæþórsdóttir formaður faghóps 2 og Daði Már Kristófersson formaður faghóps 4 komu á fundinn kl. 14:30 og ræddu möguleika verkefnisstjórnar á að nota ítrunaraðferð við úrvinnslu niðurstaðna faghópanna. Einnig var rætt um eiginleika AHP-aðferðar og klasagreiningar. Samþykkt var að beita ekki ítrun við úrvinnslu gagna frá faghópum.
  6. Önnur mál: ÞEÞ minnti á að verkefnisstjórn hefði ekki lokið umfjöllun sinni um sjálfbærni jarðvarmavirkjana og nýtingarhlutfall jarðvarma til raforkuframleiðslu.
  7. Fundi slitið kl. 16:05.

 

Herdís H. Schopka