60. fundur, 24.02.2016

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

60. fundur, 24.02.2016, 13:00-17:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

  1. Fundur settur kl. 13:10. 
  2. Umræður um niðurstöður faghópa: Drög að niðurstöðum faghópa 1, 2 og 3 bárust verkefnisstjórn 17. febrúar sl. Farið var yfir niðurstöðurnar, sértækar ábendingar faghópanna og helstu rök þeirra fyrir einkunnum einstakra virkjunarkosta. Samþykkt var að halda yfirferðinni áfram á næsta fundi. 
  3. Önnur mál: Engin önnur mál voru lögð fyrir fundinn. 
  4. Fundi slitið kl. 17:00.

 

Herdís H. Schopka