61. fundur, 01.03.2016

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

61. fundur, 01.03.2016, 13:00-17:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

  1. Fundur settur kl. 13:28. 
  2. Umræður um niðurstöður faghópa: Fram var haldið umræðum um drög að niðurstöðum faghópa hvað varðar þau landsvæði/þá virkjunarkosti sem ekki náðist að ræða á 60. fundi. Samþykkt var að hefja forflokkun landsvæða og virkjunarkosta á vinnufundum 3.-4. mars nk..
  3. Fyrirkomulag vinnufunda 3.-4. mars nk.: Rætt var um staðsetningu og fyrirkomulag vinnufunda 3.-4. mars nk. þar sem verkefnisstjórn mun leggja fyrstu drög að flokkun landsvæða og virkjunarkosta.
  4. Fundaröð verkefnisstjórnar: Gerðar voru smávægilegar breytingar á dagsetningum í fyrirhugaðri fundaröð verkefnisstjórnar. 
  5. Önnur mál: Engin önnur mál voru lögð fyrir fundinn.
  6. Fundi slitið kl. 16:20.

 

Herdís H. Schopka