61. fundur, 01.03.2016
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
61. fundur, 01.03.2016, 13:00-17:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.
- Fundur settur kl. 13:28.
- Umræður um niðurstöður faghópa: Fram var haldið umræðum um drög að niðurstöðum faghópa hvað varðar þau landsvæði/þá virkjunarkosti sem ekki náðist að ræða á 60. fundi. Samþykkt var að hefja forflokkun landsvæða og virkjunarkosta á vinnufundum 3.-4. mars nk..
- Fyrirkomulag vinnufunda 3.-4. mars nk.: Rætt var um staðsetningu og fyrirkomulag vinnufunda 3.-4. mars nk. þar sem verkefnisstjórn mun leggja fyrstu drög að flokkun landsvæða og virkjunarkosta.
- Fundaröð verkefnisstjórnar: Gerðar voru smávægilegar breytingar á dagsetningum í fyrirhugaðri fundaröð verkefnisstjórnar.
- Önnur mál: Engin önnur mál voru lögð fyrir fundinn.
- Fundi slitið kl. 16:20.
Herdís H. Schopka